Handbolti

Danir tilkynna hverjir eiga að verja heimsmeistaratitilinn í annað sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nicolaj Jacobsen og lærisveinar hans í danska landsliðinu í handbolta eiga titil að verja á HM sem fer fram í næsta mánuði.
Nicolaj Jacobsen og lærisveinar hans í danska landsliðinu í handbolta eiga titil að verja á HM sem fer fram í næsta mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images

Nicolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna leikmannahóp sem mun taka þátt á HM karla í handbolta í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta, en liðið hefur unnið seinustu tvö heimsmeistaramót. Þeir 18 leikmenn sem eru valdir í hópinn fá því það verkefni að vinna þriðja heimsmeistaratitil Dana í röð, en það er eitthvað sem engin þjóð hefur afrekað.

Danski hópurinn er svipaður og á seinustu stórmótum. Þó verða fjórir leikmenn í hópnum sem gætu leikið sínar fyrstu mínútur á HM í handbolta, en það eru þeir Mads Hoxer, Simon Pytlick, Lasse Møller og Lukas Jørgensen.

Danir hefja leik á HM þann 13. janúar, en liðið leikur í H-riðli með Barein, Belgíu og Túnis. Riðillinn verður leikinn í Malmö í Svíþjóð og því stutt að fara fyrir danska liðið og stuðningsmenn þess.

Danski hópurinn

Markverðir:

Niklas Landin, THW Kiel.

Kevin Møller, Flensburg-Handewitt.

Hornamenn:

Magnus Landin, THW Kiel.

Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt

Hans Lindberg, Füchse Berlin.

Johan Hansen, Flensburg-Handewitt.

Línumenn:

Magnus Saugstrup, Magdeburg.

Lukas Jørgensen, GOG.

Simon Hald, Flensburg-Handewitt.

Miðjumenn og skyttur:

Rasmus Lauge, Veszprem.

Mathias Gidsel, Füchse Berlin.

Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold.

Mads Mensah, Flensburg-Handewitt.

Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold.

Jacob Holm, Füchse Berlin.

Simon Pytlick, GOG.

Lasse Møller, Flensburg-Handewitt.

Mads Hoxer, Aalborg Håndbold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×