Handbolti

Stjarnan tók mikilvæg stig af HK

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjarnan vann góðan sigur gegn HK í kvöld.
Stjarnan vann góðan sigur gegn HK í kvöld. Vísir/Vilhelm

Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-24, en Stjarnan er nú með fimm stiga forskot á HK í sjötta sæti deildarinnar.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Stjörnukonur virtust þó alltaf vera hálfu skrefi á undan. Þær náðu mest þriggja marka forskoti fyrir hlé, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-14, Stjörnunni í vil.

Heimakonur í Stjörnunni náðu fljótt aftur upp þriggja marka mun í síðari hálfleik og héldu þeirri forystu út leikinn. Þær unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24.

Lena Margrét Valdimarsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir voru markahæstar í liði Stjörnunnar með fimm mörk hvor. Í liði HK skoruðu þær Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir allat fjögur mörk.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×