Handbolti

Bjarni Ófeigur markahæstur í sigri Skövde

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti flottan leik í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti flottan leik í kvöld. Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæsti maður vallarins er Skövde vann góðan fjögurra marka útisigur gegn Hallby, 25-21, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bjarni og félagar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og fóru inn í hléið með fjögurra marka forystu í stöðunni 14-10.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en að lokum voru það gestirnir sem höfðu betur 25-21.

Bjarni Ófeigur var sem áður segir markahæsti maður vallarins með sjö mörk fyrir Skövde, en liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Savehof.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.