Handbolti

„Það er númer eitt, tvö og þrjú að vinna“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var sáttur með að byrja nýja árið á sigri 
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var sáttur með að byrja nýja árið á sigri 

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með 9 marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru númeri of stórir fyrir HK og sigruðu 33-24. 

„Ég er bara ánægður með stigin tvö og það var ýmislegt gott við leikinn. Varnarlega á löngum köflum var þetta gott og við náðum að spila á mörgum mönnum og dreifa þessu vel. Ég er ánægður með það.“

Aðspurður hvort þetta hafi verið það sem lagt var upp með fyrir leik sagði Sigursteinn þetta:

„Ég held það hafi bara verið að vinna leikinn og þó við vildum reyna gera það á sem öflugastann hátt. Ég er ánægður með dagsverkið.“

Skemmtanagildið í þessu leik var ekki mikið og var mikið andleysi yfir báðum liðum um miðbik seinni hálfleiks. Sigursteinn var ánægður með heildina en hefði verið til í að halda betur í leiksskipulagið. 

„Við róteruðum aðeins og hefðum getað haldið betur við leiksskipulagið. En af því sögðu þá komu þeir sem komu inn, flottir inn og lögðu hart af sér. Ég er ánægður með það.“

Það sem Sigursteinn vill sjá strákana gera fyrir næsta leik er að halda áfram að búa til frammistöður sem að skila þeim sigrum. FH-ingar eru í efsta sætinu og ætla að halda því. 

„Það er númer eitt, tvö og þrjú að vinna og búa til frammistöður sem að skila sigrum. Og við ætlum að gera það á sunnudaginn. “


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×