Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Casper Käll sést hér skora markið sitt en hann virtist storka þyngdarlögmálinu í skoti sínu. Skjámynd/SVT Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark. Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan. Sænski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan.
Sænski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita