Handbolti

Gummi Gumm og fleiri góðir gestir í landsliðsþætti Seinni bylgjunnar í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Stefán Árni Pálsson og Gaupi spurja Guðmund Guðmundsson spjörunum úr í Seinni bylgjunni í kvöld.
Stefán Árni Pálsson og Gaupi spurja Guðmund Guðmundsson spjörunum úr í Seinni bylgjunni í kvöld. Stöð 2 Sport

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta og tveir af lærisveinum hans verða gestir í sérstökum landsliðsþætti af Seinni bylgjunni í kvöld.

Í þættinum sest Guðmundur niður með þeim Stefáni Árna Pálssyni og Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, og fer vandlega yfir Evrópumótið í janúar, árangur Íslands og framtíð bæði liðsins og þjálfarans en núgildandi samningur Guðmundar rennur út í sumar.

Landsliðsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Þráinn Orri Jónsson mæta einnig og ræða um það hvernig það var að hoppa nokkuð óvænt út í djúpu laugina, úr Olís-deildinni á stórmót í Búdapest.

Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.45 í kvöld.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×