Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Aron Pálmarsson fagna sigri i riðlakeppni Evrópumótsins. Hann veiktist síðan af veirunni og spilaði aðeins í nokkrar mínútur í viðbót á mótinu. Getty/Kolektiff Images Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira