Handbolti

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð vaktina í marki Ringkøbing í kvöld.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð vaktina í marki Ringkøbing í kvöld. Vísir/Bára

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Silkeborg tók forystuna snemma gegn Ringkøbing og leiddi með átta mörkum í hálfleik, 17-9. Elín og liðsfélagar hennar réttu þó úr kútnum í síðari hálfleik ogsöxuðu á forskot heimakvenna. Það dugði þó ekki til og niðurstaðan varð fjögurra marka sigur Silkeborg, 32-28.

Ringkøbing situr í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir 18 leiki.

Þá þurftu Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg að sætta sig við tveggja marka tap gegn SønderjyskE í B-deildinni, 24-22. Sandra skoraði tvö mörk fyrir Aalborg, en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×