Handbolti

PSG tók bronsið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikkel Hansen í baráttunni í dag.
Mikkel Hansen í baráttunni í dag. Christof Koepsel/Getty Images

PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið.

PSG var með tök á leiknum nær frá upphafi til enda. PSG leiddi 14-11 í hálfleik og vann að lokum með fimm marka mun, 31-26.

Mate Lekai var markahæsti leikmaður Veszprém. Hann gerði níu mörk og Gasper Marguc gerði fjögur. Hjá PSG voru þeir Nedim Remili og Elohim Prandi markahæstir með sex mörk.

Úrslitaleikurinn fer fram svo síðar í kvöld er Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona mæta Kiel í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×