Handbolti

Aron einstakur í sögu Final4 í Meistaradeildinni í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona á móti Kiel í Meistaradeildinni fyrr í vetur en liðin mætast í úrslitaleiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona á móti Kiel í Meistaradeildinni fyrr í vetur en liðin mætast í úrslitaleiknum í kvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER

Íslenski handboltamaðurinn Aron Pálmarsson setti nýtt met í gær þegar hann hjálpaði spænska liðinu Barcelona að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.

Aron var tæpur fyrir leikinn vegna hnémeiðsla en sýndi mátt sinn og megin með því að skora sex mörk úr níu skotum í 37-32 sigri á Paris Saint-Germain.

Aron fékk einnig skráðar á sig þrjár stoðsendingar og kom því að níu mörkum Barcelona liðsins í leiknum. Hann skoraði öll mörkin utan af velli og fimm af sex með langskotum.

Með því að spila þá sló Aron metið yfir flest skipti leikmanns á Final4 úrslitahelgi í Meistaradeildarinnar.

Þetta er í níunda skiptið á ellefu síðustu tímabilum sem Aron fer með liði sínu í úrslit. Enginn annar hefur spilað jafn oft á úrslitahelginni.

Aron hafði tapað í undanúrslitunum í síðustu tvö skipti og það eru líka liðin átta ár síðan hann vann síðast Meistaradeildina sem var vorið 2012 með Kiel.

Með þessum sex mörkum í gær þá hefur Aron Pálmarsson nú skorað 58 mörk á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta sem gera 3,4 mörk í leik.

Aron Pálmarsson spila úrslitaleikinn á móti Kiel í kvöld.

Aron Pálmarsson á Final4 úrslitahelgi í Meistaradeildinni í handbolta:

  • 2020 með Barcelona - Kominn í úrslitaleikinn (6 mörk í 1 leik)
  • 2019 með Barcelon - 3. sæti (4 mörk í 2 leikjum)
  • 2017 með Veszprém - 3. sæti (9 mörk í 2 leikjum)
  • 2016 með Veszprém - 2. sæti (10 mörk í 2 leikjum)
  • 2015 með Kiel - 4. sæti (11 mörk í 2 leikjum)
  • 2014 með Kiel - 2. sæti (13 mörk í 2 leikjum)
  • 2013 með Kiel - 4. sæti (1 mark í 2 leikjum)
  • 2012 með Kiel - Meistari (3 mörk í 2 leikjum)
  • 2010 með Kiel - Meistari (1 mark í 2 leikjum)
  • Samtals: 9 sinnum í úrslitum (58 mörk í 17 leikjum)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.