Handbolti

Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson er nú án félags.
Stefán Rafn Sigurmannsson er nú án félags. getty/Catherine Steenkeste

Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift.

Stefán Rafn hefur glímt við við erfið meiðsli í il í nokkra mánuði og lítið getað leikið vegna þeirra. Hann fór í aðgerð á Íslandi á dögunum og hefur verið í endurhæfingu hér á landi. 

Stefán Rafn, sem er þrítugur, gekk í raðir Pick Szeged frá Álaborg 2017. Hann varð ungverskur meistari með liðinu 2018 og bikarmeistari 2019.

Hann hóf ferilinn með Haukum en fór til Rhein-Neckar Löwen 2012. Stefán Rafn vann EHF-bikarinn með þýska liðinu 2013 og varð þýskur meistari með því 2016. Hann varð svo danskur meistari með Álaborg 2017.

Stefán Rafn hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár og farið með því á fimm stórmót, síðast á HM 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×