Þýska deildin í meira en mánaðarfrí með tvo Íslendinga á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 12:31 Bjarki Már Elísson er hér fyrir miðju en hann komst upp í efsta sæti markalistans með því að enda árið á tíu marka leik. Getty/Frank Molter Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í tveimur efstu sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik. Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Þýska bundesligan í handbolta er komin í fjörtíu daga hlé vegna undankeppni EM og heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Það er afar skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga að skorða listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar nú þegar hlé verður gert á keppninni í meira en mánuð. Íslensku landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson eru þar í efstu tveimur sætunum. Bjarki Már spilar með Lemgo en Viggó með TVB Stuttgart. Ein Blick auf den aktuellen Stand in der Torschützenliste der @liquimoly_hbl. #tbvlemgolippe #handball #liquimolyhbl #GemeinsamStark pic.twitter.com/1g6FXuIODr— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) December 29, 2020 Bjarki Már Elísson hefur tveggja marka forskot á landa sinn, er með 107 mörk á móti 105 mörkum frá Viggó en Bjarki hefur líka leikið einum leik meira. Bjarki Már komst upp í efsta sætið með því að skora tíu mörk í sigri Lemgo á Hannover-Burgdorf í síðasta leik ársins. Bjarki varð eins og kunnugt er markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Viggó Kristjánsson hefur bara leikið fimmtán leiki og er því með fleiri mörk að meðaltali í leik en Bjarki eða sjö í leik. Viggó hefur einnig gefið 30 stoðsendingar á leiktíðinni og er því að koma með beinum hætti að níu mörkum í leik. Báðir eru þeir að skora mikið úr vítaköstum en Viggó er reyndar með átta fleiri vítamörk en Bjarki eða 39 á móti 27. Bjarki er því með fjórtán fleiri mörk utan af velli en hann er með langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða 37. Ómar Ingi Magnússon er síðan í sjötta sæti á markalistanum með 81 mark en Ómar er líka stoðsendingahæstur íslensku leikmannanna í deildinni og er þar í 11. sæti í allri deildinni. Ómar Ingi hefur komið með beinum hætti að 120 mörkum í fjórtán leikjum (81 mark og 39 stoðsendingar) eða 8,6 að meðaltali í leik.
Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni