Handbolti

Tómas um Þóri: „Það var enginn að horfa fram hjá honum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir Hergeirsson vann gull með Noreg á EM í handbolta sem lauk í desember.
Þórir Hergeirsson vann gull með Noreg á EM í handbolta sem lauk í desember. Getty/Baptiste Fernandez

Tómas Þór Þórðarson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, segir að ekki sé útilokað að kjörið um íþróttamann, þjálfara og lið ársins taki breytingum á næstu árum.

Gagnrýnt hefur verið að Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í handbolta, sé ekki á listanum en Arnar Þór Viðarsson, Elísabet Gunnarsdóttir og Heimir Guðjónsson eru tilnefnd.

Tómas Þór fór yfir valið í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld.

„Þetta árlega vandamál með þennan stórkostlega Selfyssing. Kosningin er árlega búin þegar hann er að vinna þessa titla en ekki að því sögðu þá kemur hann til greina ári síðar. Kannski svakalegur árangur hans stigi á hans eigin tær, til að orða þetta á einhvern hræðilegan máta“ sagði Tómas.

„Það er aldrei að vita nema að þetta verði skoðað núna. Þetta var ekki gott í ár. Það var enginn að horfa fram hjá honum. Hann náði ekki þessum árangri í fyrra en hann hefur áður náð árangri sem hefur aðeins verið litið fram hjá.“

„Hann er á öðru tímabelti en kosningin. Það þýðir ekki að kosningin þurfi að vera í einhverjum risaeðlugarði og geti ekki tekið neinum breytingum. Það er allt í lagi að skoða það gaumgæfilega að taka öðrum eins árangri eins og þessi frábæri gæi hefur náð.“

Allt viðtalið um valið, sem fer fram í kvöld, má sjá hér að neðan þar sem Tómas velur einnig hápunkt ársins og fer yfir topp tíu listann.

Klippa: Sportpakkinn - Íþrottamaður ársins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×