Handbolti

Teitur með fimm mörk í svekkjandi tapi

Ísak Hallmundarson skrifar
Teitur átti fínan leik í dag.
Teitur átti fínan leik í dag. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson átti fínan leik og skoraði fimm mörk í 27-25 tapi Kristianstad fyrir Savehof í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kristianstad byrjaði leikinn mun betur og kom sér í sex marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 26-24 fyrir Kristianstad. 

Savehof tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik og náðu 8-1 kafla sem kom þeim þremur mörkum yfir. Savehof vann seinni hálfleikinn samtals 17-10 og tryggði sér tvö stig. 

Anton Halén var markahæstur hjá Kristianstad með átta mörk og Rune Schröder var markahæstur fyrir Savehof með sex mörk. Ólafur Guðmundsson sem leikur einnig með Kristianstad komst ekki á blað í leiknum. 

Eftir leikinn er Kristianstad í sjöunda sæti með 20 stig en Savehof í fjórða sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×