Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2021 18:30 Stefán Rafn Sigrumannsson ræddi meiðslin og framtíðina en hann hefur lengi verið fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik. Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn
Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51