Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2021 18:30 Stefán Rafn Sigrumannsson ræddi meiðslin og framtíðina en hann hefur lengi verið fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik. Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn
Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51