Handbolti

Ólafur: Við eigum möguleika gegn Frökkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Gústafsson segir að íslenska landsliðið muni fara í leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum fullir sjálfstrausts.

„Þetta er allt eða ekkert leikur. Við verðum að hafa trú á því að við getum unnið þann leik," sagði Ólafur Gústafsson við Arnar Björnsson í kvöld.

„Við ætlum ekki að tapa þessum leik fyrirfram - heldur munum við gefa all sem við getum."

Frakkland er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari en tapaði nokkuð óvænt fyrir Þýskalandi í kvöld. Þar með datt Frakkland niður í annað sæti A-riðils.

„Frakkar geta þó tapað líka fyrst Þjóðverjar unnu þá í kvöld og við eigum séns líka."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×