Handbolti

Vignir: Leiðinlega lítill munur

Vignir Svavarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslands á HM og þessi varnarjaxl átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Frökkum.

"Þetta var leiðinlega lítill munur. Það liggur við að maður hefði frekar viljað tapa með tíu mörkum. Þetta er staðreyndin og við verðum að sætta okkur við það," sagði Vignir svekktur við Arnar Björnsson eftir leikinn.

"Við erum líka ágætir í handbolta eins og Frakkar. Þetta var hugsanlega okkar besti leikur í mótinu og það hefur verið stígandi hjá okkur. Það hefur vantað bara aðeins meiri stöðugleika í okkar leik.

"Ég held að Danir fari langt í þessu móti og svo er spurning með Króatíu og Frakklandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×