Handbolti

Aron: Strákarnir eiga hrós skilið

mynd/vilhelm
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Frökkum í kvöld. Ísland er því úr leik á HM.

"Þetta var mjög svekkjandi töp enda börðumst við eins og hetjur allan leikinn. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir góðan leik gegn sterku liði Frakka. Það er samt auðvitað hrikalega svekkjandi að ná ekki að klára þetta eftir það sem á undan var gengið," sagði Aron við Arnar Björnsson eftir leik.

"Í lokin gerum við full einföld mistök og fáum mörk í bakið. Það er klaufalegt en svona er þetta bara. Menn lögðu sig 110 prósent fram allan leikinn. Strákarnir eiga hrós skilið.

"Mér finnst vera stígandi hjá okkur í þessari keppni. Varnarleikurinn heilt yfir mjög góður. Miðað við hvernig gærdagurinn var þá var ég sáttur við hvernig við komum til leiks."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×