Handbolti

Dramatík á lokadegi A- og B-riðils - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Þýskaland og Brasilía komu mörgum á óvart á lokadegi A- og B-riðils á HM í handbolta á Spáni en báðar þjóðir hækkuðu sig um eitt sæti með góðum sigrum í leikjum sínum í dag.

Þjóðverjar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með sigri á Frökkum og Brasilíumenn komust upp fyrir Túnis og í 3. sætið með því að vinna Túnismenn í lokaleik kvöldsins.

Íslenska landsliðið kláraði sitt með því að vinna Katar en slapp engu að síður ekki við heims- og Ólympíumeistaralið Frakklands í 16 liða úrslitum sem fara fram á sunnudaginn.

Það var því nóg um dramtík á HM í dag. Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru á leikjum í Sevilla og Barcelona og náð mörgum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum á sunnudaginn:

Danmörk - Túnis

Rússland - Brasilía

Ísland - Frakkland

Makedónía - Þýskaland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×