Handbolti

Sverre: Vantaði eitt skref í viðbót

mynd/vilhelm
Gamli varnarjaxlinn Sverre Jakobsson hefur heldur betur staðið fyrir sínu en þessi glaðbeitti leikmaður var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld.

"Við töpuðum leiknum og hefðum getað spilað betur í vörninni. Ég er mjög svekktur. Við börðumst allan tímann en það vantaði að taka eitt skref í viðbót. Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Sverre við Arnar Björnsson.

"Það er erfitt að vera jákvæður núna. Síðar getum við horft á jákvæðu punktana úr mótinu en það er erfitt að gera það núna.

"Við ætluðum okkur lengra og við gáfum allt sem við áttum. Því miður var það ekki nóg og það er afar svekkjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×