Handbolti

Króatar skelltu Spánverjum | Mæta Hvít-Rússum í 16-liða úrslitum

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Króatar unnu magnaðan sigur, 25-27, á Spánverjum í hreint út sagt stórkostlegum leik í Madrid í kvöld. Króatar vinna því riðilinn.

Króatar mæta því Hvít-Rússum í 16-liða úrslitum keppninnar en ekki er ljóst hverjum Spánverjar mæta. Það ræðst eftir leik Serba og Slóvena á eftir.

Ivan Cupic skoraði 8 mörk fyrir Króata og Mirko Alilovic var magnaður í markinu og varði 16 skot.

Jorge Maqueda var atkvæðamestur í liði heimamanna og skoraði 7 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×