Handbolti

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum HM

Stuðningsmenn Íslands hafa staðið sig vel á Spáni.
Stuðningsmenn Íslands hafa staðið sig vel á Spáni.
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik lauk í kvöld. Það liggur því fyrir hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar en útsláttarkeppnin hefst á morgun.

Ísland á leik annað kvöld gegn heims- og Ólympíumeisturum Frakka. Á sama tíma eiga Danir að leika gegn Túnis.

Ekki er búið að negla niður alla leiktíma á mánudag.

16-liða úrslitin:

Sunnudagur:

Þýskaland - Makedónía kl. 14.45

Brasilía - Rússland kl. 16.30

Danmörk - Túnis kl. 19.15.

Ísland - Frakkland kl. 19.15

Mánudagur:

Króatía - Hvíta Rússland kl. 18.00 eða 20.30

Serbía - Spánn kl. 18.00

Slóvenía - Egyptaland kl. 20.30

Pólland - Ungverjaland kl. 18.00 eða 20.30






Fleiri fréttir

Sjá meira


×