Fleiri fréttir

Öruggt hjá Wetzlar gegn Hannover

Wetzlar, lið Kára Kristjáns Kristjánssonar, vann auðveldan sigur á Íslendingaliðinu Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Lokatölur 32-26 eftir að Wetzlar hafði leitt í hálfleik, 15-11.

Arnór og Snorri komnir í úrslit í danska boltanum

Danska ofurliðið AG Köbenhavn tryggði sér í dag sæti í úrslitarimmu dönsku deildarinnar er það lagði Team Tvis Holstebro af velli, 26-22. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir AGK í dag og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

FH einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í 19 ár - myndir

FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla með sigri á Akureyri í þriðja úrslitaleik liðanna á Akureyri á morgun. FH vann 28-26 sigur í öðrum leiknum í Kaplakrika í gær en hafði unnið fyrsta leikinn með einu marki á Akureyri.

Einar Andri: Gerum allt til að landa titlinum

„Þetta er góð staða sem við erum komnir í og liðið hefur sýnt flottan karakter í þessum fyrstu leikjum,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.

Ásbjörn: Þægilegt, en alls ekki búið

„Það er virkilega þægilegt að vera komnir í 2-0 í einvíginu,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. FH vann Akureyri, 28-26, í öðrum leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika.

Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn

FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil.

Þórir með tíu mörk í eins marks útisigri TuS N-Lübbecke

Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir TuS N-Lübbecke í 28-27 útisigri á HSG Ahlen-Hamm í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þórir skoraði sex af tíu mörkum sínum á vítalínunni en þetta var mjög mikilvægur sigur í fallbaráttunni.

Nielsen: Róbert kemur ekki til AGK

Hinn yfirlýsingaglaði eigandi danska handboltaliðsins AGK, Jesper Nielsen, hefur nú greint frá því að ekkert verði af því að Róbert Gunnarsson gangi í raðir AGK í sumar.

Guðmundur Hólmar: Þetta er búið að vera skrautlegt

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, hefur mikið verið í umræðunni eftir fyrsta leik Akureyrar og FH. Guðmundur fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en slapp við bann þar sem dómarar leiksins skiluðu ekki inn agaskýrslu eftir leik. Við það var formaður dómaranefndar HSÍ ósáttur.

Ólafur: Það verður hátíð í Krikanum

Annar leikur FH og Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta fer fram í Kaplakrika í kvöld. FH vann góðan útisigur í fyrsta leik og kemur sér í kjörstöðu með sigri í kvöld

Afturelding hélt sæti sínu í N1 deild karla

Afturelding tryggði sér 2-0 sigur í úrslitaeinvíginu í umspili N1 deild karla í handbolta með því að vinna sjö marka sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Afturelding vann þar með alla fjóra leiki sína í umspilinu og heldur því sæti sínu í N1 deild karla.

Þjálfari Bjerringbro hreifst af Guðmundi

Haukamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson er þessa dagana staddur í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro-Silkeborg. Guðmundur æfði með liðinu í morgun og Carsten Albrektsen, þjálfari Silkeborgar, sagði í samtali við Vísi eftir æfinguna að honum hefði litist vel á Guðmund.

Árni Þór framlengir við Bittenfeld

Skyttan örvhenta, Árni Þór Sigtryggsson, hefur framlengt samningi sínum við þýska B-deildarfélagið Bittenfeld út næstu leiktíð.

Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni

Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær.

Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann

HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær.

Umfjöllun: Sigurmark Atla á lokasekúndunni

Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari.

Ólafur: Það verður miklu betri stemning í Krikanum

Ólafi Guðmundssyni virtist létt eftir frábæran sigur FH á Akureyri í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. FH tryggði sér sigur á lokasekúndunni og hefur 1-0 forystu í einvíginu.

Atli Rúnar: Hugsaði ekkert sérstakt

Atli Rúnar Steinþórsson var kampakátur eftir sigurmark sitt gegn Akureyri í kvöld. Hann skoraði um leið og lokaflautan gall og tryggði Hafnfirðingum forskot í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Afturelding komin 1-0 yfir á móti Stjörnunni

Afturelding steig eitt skref í átt að því að halda sæti sínu í N1 deild karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á Stjörnunni í fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í N1 deild karla á næsta tímabili. Mosfellingar eru þar með komnir í 1-0 en tvo sigra þarf til að tryggja sér sætið í úrvalsdeildinni.

Einar Andri: Þetta verða hnífjafnir leikir

Logi Geirsson mun spila með FH gegn Akureyri í kvöld þó svo hann sé ekki upp á sitt besta og geti ekki beitt sér af fullum krafti. Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn um handbolta hefst í kvöld.

Guðlaugur: Var rólegur í páskaeggjaátinu

Úrslitarimman í N1-deild karla hefst í kvöld þegar deildarmeistarar Akureyrar taka á móti FH í íþróttahöllinni á Akureyri. Rúm vika er síðan undanúrslitin kláruðust og við það eru margir ósáttir.

Guif einum sigri frá úrslitaleiknum

Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif frá Eskilstuna er aðeins einum sigri frá úrslitaleiknum um sænska meistaratitilnn eftir sigur á Alingsås í dag, 29-24. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og bróðir hans, Haukur, leikur með því.

Kiel tapaði í Barcelona

Kiel tapaði í kvöld fyrir Barcelona, 27-25, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Sárt tap á heimavelli hjá Löwen

Rhein-Neckar Löwen er í slæmri stöðu í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap á heimavelli fyrir Montpellier í dag, 29-27.

Gunnar Steinn ekki í úrslitaleikinn

Gunnar Steinn Jónsson komst ekki annað árið í röð í úrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar en lið hans, Drott, var sópað úr undanúrslitum úrslitakeppninnar í dag.

Löwen og Kiel í beinni á netinu

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel verða bæði í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í dag og báðir leikir liðanna sýndir í beinni útendingu á netinu í dag.

Dagur næsti landsliðsþjálfari Þýskalands?

Dagur Sigurðsson er einn fjögurra þjálfara sem þýska handknattleikssambandið vill fá sem næsta þjálfara þýska landsliðsins, samkvæmt þýska dagblaðinu Berliner Kurier.

Hamburg nánast komið í undanúrslit

Þýska úrvalsdeildarliðið, HSV Hamburg, er got sem komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa valtað yfir Chekhovskie Medvedi, 38-24, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Arnór fór á kostum með AG

Arnór Atlason, leikmaður AG Köbenhavn, átti frábæran leik í dag þegar lið hans bar sigur úr býtum, 29-26, gegn AaB í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Hannes Jón frá út tímabilið

Hannes Jón Jónsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf, mun ekki leika meira með félaginu það sem eftir er af tímabilinu.

Stelpurnar unnu Pólland í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjar vel undir stjórn Ágústar Þórs Jóhannssonar en liðið vann 24-22 sigur á Póllandi í dag í æfingaleik í Tyrklandi eftir að hafa unnið heimastúlkur í gær. Íslenska liðið var 12-11 yfir í hálfleik.

Sigur í fyrsta leik hjá Ágústi

Ágúst Þór Jóhannsson byrjaði vel með kvennalandslið Íslands í handbolta í dag er það lagði Tyrkland, 27-25, í vináttulandsleik ytra.

Kiel skellti toppliði Hamburgar

Kiel vann sætan sigur á Hamburg í kvöld, 38-35, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hamburg er svo gott sem búið að hrifsa titilinn af Kiel í ár en sigurinn er mikilvægur fyrir Kiel sem er í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen um annað sætið í deildinni.

Lemgo engin hindrun fyrir Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Fuchse Berlin styrktu stöðu sína í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Hreiðar með tilboð frá liði í Hvíta-Rússlandi

Landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson mun líklega hafa vistaskipti í sumar en samningur hans við þýska B-deildarfélagið Emsdetten rennur þá út. Félagið hefur ekkert rætt við Hreiðar um nýjan samning og því er hann farinn að líta í kringum sig.

Alfreð: Hamburg búið að vinna titilinn

Kiel og Hamburg munu eigast við í risaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en oftar en ekki hefur titilbaráttan ráðist í leikjum þessara liða í þýsku úrvalsdeildinni.

Öruggur sigur hjá Löwen

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld upp að hlið Kiel í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Sjá næstu 50 fréttir