Handbolti

Þórir með tíu mörk í eins marks útisigri TuS N-Lübbecke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson. Mynd/AFP
Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir TuS N-Lübbecke í 28-27 útisigri á HSG Ahlen-Hamm í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þórir skoraði sex af tíu mörkum sínum á vítalínunni en þetta var mjög mikilvægur sigur í fallbaráttunni.

Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað hjá HSG Ahlen-Hamm sem tapaði þarna sínum sjötta leik í röð og er í mjög slæmum málum í fallsæti. Ahlen-Hamm er með 11 stig, sex stigum á eftir Hannover-Burgdorf, sem situr í síðasta örugga sætinu.

TuS N-Lübbecke tryggði sér nánast sæti í deildinni með þessum sigri sem var aðeins annar sigur liðsins í síðustu níu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×