Handbolti

Alfreð: Hamburg búið að vinna titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð reiknar ekki með öðru en að Hamburg verði þýskur meistari í vor.
nordicphotos/bongarts
Alfreð reiknar ekki með öðru en að Hamburg verði þýskur meistari í vor. nordicphotos/bongarts
Kiel og Hamburg munu eigast við í risaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en oftar en ekki hefur titilbaráttan ráðist í leikjum þessara liða í þýsku úrvalsdeildinni.

Svo gæti einnig farið nú, þó svo að spennan sé talsvert minni. Hamburg er í kjörstöðu á toppnum – með fimm stiga forystu á næstu lið og á leik til góða.

"Hamburg er búið að tryggja sér þetta, það liggur ljóst fyrir," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, við þýska fjölmiðla.  "Hjá okkur snýst þetta um að tryggja okkur annað sæti deildarinnar."

Aron Pálmarsson leikur með Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×