Handbolti

Öruggur sigur hjá Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert var í stuði í kvöld. Skoraði góð mörk og fiskaði nokkur víti.
Róbert var í stuði í kvöld. Skoraði góð mörk og fiskaði nokkur víti.
Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld upp að hlið Kiel í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Löwen vann þá öruggan útisigur, 24-34, á Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt. Staðan í hálfleik var 12-17 fyrir Löwen.

Löwen og Kiel eru jöfn að stigum í deildinni en bæði lið hafa nælt í 47 stig í vetur.

Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Löwen í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson bætti fimm við en Ólafur Stefánsson lét sér eitt mark nægja að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×