Handbolti

Öruggt hjá Wetzlar gegn Hannover

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári lék ekki með Wetzlar í kvöld en það kom ekki að sök.
Kári lék ekki með Wetzlar í kvöld en það kom ekki að sök.
Wetzlar, lið Kára Kristjáns Kristjánssonar, vann auðveldan sigur á Íslendingaliðinu Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Lokatölur 32-26 eftir að Wetzlar hafði leitt í hálfleik, 15-11.

Kári gat ekki leikið með Wetzlar í kvöld. Vignir Svavarsson, Sigurbergur Sveinsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Hannover.

Hannover er rétt fyrir ofan fallliðin en Wetzlar siglir lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×