Handbolti

Dagur næsti landsliðsþjálfari Þýskalands?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Dagur Sigurðsson er einn fjögurra þjálfara sem þýska handknattleikssambandið vill fá sem næsta þjálfara þýska landsliðsins, samkvæmt þýska dagblaðinu Berliner Kurier.

Blaðið staðhæfir að forráðamenn þýska sambandsins hafi þegar átt í viðræðum við Dag en Vísir hefur ekki náð tali af honum til að fá það staðfest.

Sjálfur neitar Dagur að tjá sig í samtali við þýska blaðið. „Ég er með tveggja ára samning við Füchse Berlin og er ekki að hugsa lengri en það eins og er," sagði hann.

Núverandi samningur Brand við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2013 en getgátur eru um að hann muni hætta nú strax í vor. Þýska landsliðinu gekk skelfilega á HM í Svíþjóð í vetur og varð í ellefta sæti.

Dagur hefur náð frábærum árangri með Füchse Berlin sem er í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Hann náði einnig langt með landslið Austurríkis sem hann stýrði þar til í fyrra. Bæði lið eiga það sammeiginlegt að hafa náð miklu lengra undir stjórn Dags en vonir stóðu til.

Þrír aðrir eru sagðir á óskalista Þjóðverjanna. Þeir eru Staffan Olsson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Velemir Petkovic hjá Göppingen og Martin Heuberger, aðstoðarmaður Brand hjá landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×