Fleiri fréttir

Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt

"Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik.

Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur

"Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.

FH rúllaði yfir Fram - myndir

FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Atli tileinkar Guðlaugi sigurinn - Ælandi heima að létta sig

Atli Hilmarsson tileinkaði Guðlaugi Arnarssyni, Húsavíkurtröllinu sem oftast er kallaður Öxlin, sigurinn á HK í kvöld. Hann sat heima á dollunni með nóró vírusinn að öllum líkindum og því vantaði þennan lykilmann í vörn Akureyrar í kvöld.

Ólafur: Fagnað í kvöld

„Skipulagið var að vinna leikinn, við unnum leikinn og gott betur en það," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 32-21 sigur gegn Frömurum í kvöld.

Heimir: Þetta er frábær tilfinning

„Þetta er frábær tilfinning að vera komin í úrslit,“ sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn á HK í oddaleiknum fyrir norðan í kvöld.

Magnús: Mikil vonbrigði

"Þetta eru vægast sagt mikil vonbrigði, við ætluðum okkur að gera miklu betur og ég væri til í að vita hvað gerðist hjá okkur í hálfleik," sagði Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Framara eftir 32-21 tap gegn FH.

Ásbjörn: Verður hörku rimma

"Við lögðum upp með sterka vörn, oddaleikir vinnast oftast á góðri vörn og við náðum því hér í dag," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH eftir 32-21 sigur á Fram.

Oddur keyrir frá Akureyri til Keflavíkur í nótt

Oddur Gretarsson á langa nótt fyrir höndum. Hann þarf að keyra frá Akureyri til Keflavíkur þaðan sem hann fer til Þýskalands í fyrramálið. Hann er á leiðinni á reynslu hjá Wetzlar.

Umfjöllun: FH-ingar unnu öruggan sigur í Kaplakrika

FH tryggði sér sæti í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld með 32-21 sigri á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar mæta því liði Akureyrar í úrslitum N1 deildarinnar á miðvikudaginn á meðan Fram er komið í sumarfrí. .

Umfjöllun: Akureyri í úrslitin

Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik.

Oddur fer til Wetzlar í fyrramálið

Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, heldur til Þýskalands í fyrramálið þar sem hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar fram á föstudag.

Kristján: Tilbúnir og heitir

Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld.

Halldór: Eigum talsvert inni

"Við höfum sagt það áður að við ætlum okkur stóra hluti á þessu tímabili og við viljum fara lengra. Það er spurning hvort það takist í kvöld,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram.

Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir

Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld.

AG tapaði fyrsta leiknum í vetur - Arnór með 5 mörk

Nordsjælland varð fyrst allra liða til þess að leggja stórlið AG frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í úrslitakeppninni. Nordsjælland sigraði 25-23 og skoraði Arnór Atlason 5 mörk fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1.

Einar: Ætlum ekki í sumarfrí strax

"Þetta fór ekkert sérstaklega vel, síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum voru vonbrigði eftir góðar fjörutíu mínútur fyrir það," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH.

Vilhelm: Frábær leikur hjá okkur

„Þetta gerist varla betra,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. HK vann frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla og jöfnuðu því einvígið 1-1.

Reynir Þór: Skora á alla Framara

"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.

Atli: Versti leikur okkar undir minni stjórn

„Þetta er í raun slakasta frammistaða sem ég hef séð frá liðinu undir minni stjórn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir að lið hans hafði steinlegið gegn HK, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta.

Kristinn: Getum unnið alla ef við erum klókir

„Við vissum það að ef við yrðum klókir og skynsamir þá ættum við virkilega góðan möguleika í Akureyri,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna, en staðan er 1-1 í einvíginu.

Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri

HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk.

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.

Guðjón Valur: Margir möguleikar opnast eftir ár

Framtíð hornamannsins Guðjóns Vals Sigurðssonar er í óvissu. Skartgripajöfurinn Jesper Nielsen, sem fer fyrir liðum AGK og Rhein-Neckar Löwen, hefur lýst því yfir, oftar en einu sinni, að Guðjón muni spila með AGK á næsta ári.

Íslendingarnir öflugir hjá Emsdetten

Patrekur Jóhannesson er að gera góða hluti hjá TV Emsdetten í þýsku B-deildinni þrátt fyrir að hann sé á leið frá félaginu í sumar.

Guðjón Valur: Ég fer til AGK ef Löwen sleppir mér

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson segir það enn vera óljóst hvort hann gangi í raðir danska félagsins AGK í sumar eins og Jesper Nielsen, stjórnarformaður félagsins, hefur haldið fram. Nielsen hefur að minnsta kosti tvisvar lýst því yfir að Guðjón muni spila með AGK.

Reynir: Sérstaklega hægir sóknarlega

„Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði örugglega fyrir FH í Kaplakrikanum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Akureyringar komnir í 1-0 gegn HK

Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23

Öruggur sigur FH gegn Fram

Fyrsti leikur FH og Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta endaði með öruggum heimasigri í Kaplakrika 29-22.

Logi verður með FH í kvöld

Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst í kvöld og er búist við afar hörðum slag á milli FH og Fram í Kaplakrika. FH-ingar hafa styrkst fyrir leikinn því Logi Geirsson verður á skýrslu hjá FH-ingum.

Atli: Finnst best að vinna mikið á leikdegi

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var pollrólegur og ekki í neinu stressi þegar Vísir heyrði í honum í dag. Deildarmeistarar Akureyrar taka á móti HK í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla.

Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð

Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni.

Fram átti tvo markahæstu leikmennina í úrslitaeinvíginu

Valskomur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta í gærkvöldi með því að vinna þriðja leikinn í röð á móti bikarmeisturum Fram. Leikurinn sem var frábær skemmtun og líkalega sá besti sem hefur farið fram í kvennahandbolta á Íslandi fór alla leið í vítakeppni eftir að það var búið að framlengja tvisvar.

Fögnuður Valskvenna í myndum

Valur varð í gær Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Valskonur sópuðu Fram í úrslitaeinvíginu, 3-0, eftir ótrúlegan leik í gær þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í vítakastkeppni.

Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni

Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik.

Hrafnhildur: Ég er gömul en aldrei hef ég séð svona

"Ég hef aldrei lent í öðru eins og ég er orðin nokkuð gömul í þessum bransa,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Fram 37-35 eftir tvíframlengdan leik og vítakastkeppni. Þetta var þriðji leikur liðanna og Valur vann einvígið því 3-0.

Kristín: Mögnuð upplifun

„Þetta var hreinlega geggjað og rosaleg upplifun,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir að Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann Fram eftir tvíframlengdan leik, en eftir það var að grípa til vítakastkeppni.

Sjá næstu 50 fréttir