Handbolti

Hannes Jón frá út tímabilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes Jón með íslenska landsliðinu
Hannes Jón með íslenska landsliðinu
Hannes Jón Jónsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hannover-Burgdorf, mun ekki leika meira með félaginu það sem eftir er af tímabilinu.

Þráðlát meiðsli á hné valda því að Hannes Jón þarf að gangast undur skurðaðgerð og eftir það mun taka við endurhæfing fyrir næsta tímabil.

Hannover-Burgdorf er í gríðarlega harðri fallbaráttu en hafa verið að leika vel upp á síðkastið. Fjórir íslenskir leikmenn eru á mála hjá liðinu en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vignir Svavarsson og Sigurbergur Sveinsson eru einnig leikmenn liðsins.

Fyrir stuttu var Aron Kristjánsson látinn taka poka sinn sem þjálfari liðsins, en hann tók við Hannover-Burgdorf í byrjun leiktíðar.

Hannover-Burgdorf er sem stendur í 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×