Handbolti

Hamburg nánast komið í undanúrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lijewski lék virkilega vel í kvöld. Mynd. / Getty Images
Lijewski lék virkilega vel í kvöld. Mynd. / Getty Images
Þýska úrvalsdeildarliðið, HSV Hamburg, er got sem komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu  eftir að hafa valtað yfir Chekhovskie Medvedi, 38-24, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Lijewski gerði sjö mörk fyrir Hamburg og Pascal Hens sex.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af frábærum sóknarleik og heldur döprum hjá báðum liðum þó svo að Þjóðverjarnir sýndu mun liprari takta. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 15-8 fyrir Hamburg.

Rússarnir bættu aðeins stöðuna fyrir leikhlé en þá var staðan 20-15.

Martin Schwalb, þjálfari Hamburg, hefur greinilega messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik en varnarleikur liðsins varð allt annar í seinni hálfleiknum.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var munurinn komin upp í níu mörk en leiknum lauk síðan með 38-24 sigri Hamburg. Þjóðverjarnir héldu Chekhovskie Medvedi niðri í síðari hálfleik en liðið skoraði aðeins níu mörk í hálfleiknum.

Síðari leikur liðanna fer fram 30.apríl í Rússlandi og það þarf kraftaverk til að rússneska liðið eigi möguleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×