Fleiri fréttir

Guðlaugur: Menn farnir að hugsa um helgina

„Þetta gekk ekki. Við áttum einfaldlega mjög dapran seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið tapaði fyrir FH í Kaplakrikanum í kvöld. Þetta var í þriðja sinn á rúmri viku sem liðin mætast en Akureyri vann hina tvo leikina.

Nær Akureyri enn einum sigrinum gegn FH?

Það er nóg um að vera í handboltanum í kvöld en þá fer fram heil umferð í N1-deild karla. FH og Akureyri mætast meðal annars en að þessu sinni í Krikanum.

Einar með sex í nýliðaslagnum

Ahlen-Hamm vann í dag mikilvægan sigur á Friesenheim í fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26.

Löwen stálheppið að ná jafntefli

Rhein-Neckar Löwen og Barcelona skildu í dag jöfn, 38-38, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Löwen spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en missti leikinn úr höndunum í þeim síðari.

Aron rekinn frá Hannover-Burgdorf

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover-Burgdorf boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem tilkynnt verði að Aron Kristjánsson sé ekki lengur þjálfari félagsins.

GUIF missti af mikilvægum stigum

Það gengur illa þessa dagana hjá liði Kristjáns Andréssonar,GUIF, í sænska handboltanum. Liðið tapaði um daginn og mátti sætta sig við jafntefli, 25-25, gegn Alingsas í kvöld.

Haukar lögðu Fram - myndir

Íslandsmeistarar Hauka sýndu fín tilþrif í Safamýrinni í gær er þeir keyrðu yfir máttlausa Framara sem virtust enn vera að jafna sig eftir tapið í bikarnum gegn Val.

Guðmundur Árni: Við fundum okkar leik aftur

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 11 mörk úr 14 skotum fyrir Hauka í kvöld í öruggum fimm marka sigri liðsins á Fram en sjö marka hans komu á rúmlega tuttug mínútna kafla í kringum hálfleikinn.

Reynir Þór: Mjög lélegt í alla staði hjá okkur

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var allt annað en sáttur með sína menn eftir fimm marka tap á heimavelli á móti Haukum í kvöld. Framliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og sigur Haukanna var ekki í mikilli hættu.

Oddur: Verðum bara að halda áfram

Oddur Gretarsson sneri sig á ökkla í leiknum gegn FH í kvöld en það skyggði ekki á gleðina eftir eins marks sigur. Hann verður klár í næsta leik.

Ásbjörn: Alltof lengi á hælunum

Ásbjörn Friðriksson var einn af mörgum svekktum FH-ingum eftir tap gegn Akureyri í kvöld. Akureyri vann FH einnig í bikarkeppninni fyrr í vikunni.


Haukar unnu léttan sigur á lélegu Framliði

Haukar ætla ekki að gefa eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið vann fimm marka sigur á Fram, 32-28, í Safamýrinni í N1 deild karla í kvöld.

Hamburg skellti Hannover

Hamburg náði aftur fimm stiga forskoti í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar liðið skellti Hannover-Burgdorf, 34-27.

Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur

Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24.

Tímabilið búið hjá Hannesi?

Hannes Jón Jónsson gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Hannover-Burgdorf á tímabilinu því Hannes glímir við erfið meiðsli á hné. Hannes er á leiðinni í sprautumeðferð og beri hún ekki árangur þá er tímabilið búið hjá honum. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Formaður Vals svarar fyrir sig

Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu.

Fram fellur frá kærunni

Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla.

Fram í bikarúrslit - myndir

Framstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í gær er liðið vann afar öruggan sigur á HK í undanúrslitum.

Guðrún Þóra: Núna er bara skemmtileg vika framundan

„Það er eitt það stærsta sem maður gerir yfir veturinn það er að komast í Höllina," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir sem skoraði fimm mörk þegar Framstelpur tryggðu sér sæti í bikarúrslitum annað árið í röð með 32-25 sigri á HK í kvöld.

Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna

Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti.

Fyrsti undanúrslitaleikur HK-stelpna

Fram og HK mætast í kvöld í seinni undanúrslitaleik Eimskipsbikars kvenna en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Íslandsmeisturum Vals í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 20.00 í Framhúsinu í Safamýrinni.

Valur í bikarúrslit - myndasyrpa

Kvennalið Vals tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins. Hlíðarendastúlkur unnu þá öruggan sigur á Fylki, 25-15.

Anna Úrsula: Fannst við alltaf betri aðilinn

„Við erum ekkert smá sáttar, markmiðið var allan tímann að komast í úrslitin og við náðum því," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir 25-15 sigur á Fylki í undanúrslitum Eimskips-bikarsins í kvöld.

Sunna María : Súrt að detta út

„Það er frekar súrt að detta út svona rétt fyrir úrslitin," sagði Sunna María Einarsdóttir leikmaður Fylkis eftir 15-25 tap fyrir Valsstúlkum í Eimskipsbikarnum í kvöld.

Ólafur með stórleik gegn Magdeburg

Rhein-Neckar Löwen saxaði aðeins á efstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld með því að leggja Magdeburg af velli, 38-30.

Umfjöllun: Valskonur í bikarúrslit

Leik Fylkis og Vals í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í kvöld lauk með 25-15 sigri Vals. Þær spila því annað árið í röð til úrslita eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.

Kári skoraði fimm mörk í góðum sigri Wetzlar

Kári Kristján Kristjánsson var virkilega sterkur á línunni hjá Wetzlar í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Gummersbach, 34-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ

Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands.

Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur

Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld.

Sverre skoraði og Grosswallstadt vann Hannover-Burgdorf

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu 27-25 útisigur á Hannover-Burgdorf í Íslendingaslag þýsku úrvalsdeildinni í dag en fimm íslenskir leikmenn og einn íslenskur þjálfari tóku þátt í þessum leik.

Sjá næstu 50 fréttir