Handbolti

Tímabilið búið hjá Hannesi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Jón Jónsson, númer 25.
Hannes Jón Jónsson, númer 25.
Hannes Jón Jónsson gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Hannover-Burgdorf á tímabilinu því Hannes glímir við erfið meiðsli á hné. Hannes er á leiðinni í sprautumeðferð og beri hún ekki árangur þá er tímabilið búið hjá honum. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Hannes Jón er fyrirliði Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni en með liðinu spila einnig íslensku leikmennirnir Vignir Svavarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigurbergur Sveinsson auk þess að Aron Kristjánsson þjálfar liðið.

Hannes hefur skorað 58 mörk í 21 leik á tímabilinu eða 2,8 að meðaltali í leik. Hann hefur skorað 14 marka sinna af vítalínunni. Hannes var með 2 mörk að meðaltali í leik í fyrra.

Aron hefur þurft að leysa meiðsli margra sterkra leikmanna en Nikolas Katsigiannis, Marc Hohenberg, Gustav Rydergard og Aivis Jurdzs eru allir frá vegna meiðsla.

Hannover-Burgdorf er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og hfur aðeins náði í 9 af 42 mögulegum stigum. Liðið er nú búið að tapa fjórum síðustu leikjum sínum en vann síðast sigur á botnliði DHC Rheinlandí desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×