Handbolti

Sverre skoraði og Grosswallstadt vann Hannover-Burgdorf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu 27-25 útisigur á Hannover-Burgdorf í Íslendingaslag þýsku úrvalsdeildinni í dag en fimm íslenskir leikmenn og einn íslenskur þjálfari tóku þátt í þessum leik.

Sverre skoraði eitt marka Grosswallstadt í leiknum en hann kom liðinu í 10-8 í fyrri hálfleiknum en staðan var 16-14 fyrir Grosswallstadt í hálfleik. Sverre fékk líka enga brottvísun í leiknum.

Vignir Svavarsson skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf og var markahæsti maður liðsins ásamt þeim Lars Lehnhoff og Piotr Przybecki.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark en þeir Hannes Jón Jónsson og nýi maðurinn Sigurbergur Sveinsson komust ekki á blað í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×