Handbolti

Ólafur með stórleik gegn Magdeburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur var heitur í kvöld.
Ólafur var heitur í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen saxaði aðeins á efstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld með því að leggja Magdeburg af velli, 38-30.

Ólafur Stefánsson fór á kostum með Löwen í kvöld gegn sínu gamla félagi og skoraði 8 mörk. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Löwen.

Löwen er í fjórða sæti deildarinnar. Tveimur stigum á eftir Kiel og Fuchse Berlin en sjö stigum á eftir toppliði Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×