Handbolti

Hamburg skellti Hannover

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover, áhyggjufullur á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Bongarts
Aron Kristjánsson, þjálfari Hannover, áhyggjufullur á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Bongarts

Hamburg náði aftur fimm stiga forskoti í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar liðið skellti Hannover-Burgdorf, 34-27.

Íslendingaliðið stóð lengi vel í toppliðinu og var aðeins einu marki undir í hálfleik, 16-15. Það skildi síðan á milli í síðari hálfleik.

Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover og þeir Sigurbergur Sveinsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu báðir tvö mörk. Afmælisbarnið Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Daninn Hans Lindberg var markahæstur í liði Hamburg með 8 mörk.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×