Handbolti

Björgvin Páll og félagar á leið í 16-liða úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll í leik með Kadetten Schaffhausen.
Björgvin Páll í leik með Kadetten Schaffhausen. Mynd/AP
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen unnu í dag mikilvægan sigur á Pick Szeged frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu.

Þá vann Kiel í dag góðan útisigur á Chambery í sömu keppni, 28-26, þar sem að Aron Pálmarssons koraði eitt mark. Filip Jicha var markahæstur hjá Kiel með níu mörk en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.

Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig eftir átta leiki en Chambery er í fimmta og næstneðsta stæinu með sex stig. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin og er Kiel með öruggt sæti þar.

Kadetten er í fjórða sæti C-riðils með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir en næst koma Dinamo Minsk með fimm stig og Álaborg með fjögur en síðastnefnda liðið á reyndar leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×