Handbolti

Aron rekinn frá Hannover-Burgdorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover-Burgdorf boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem tilkynnt verði að Aron Kristjánsson sé ekki lengur þjálfari félagsins.

Aron er áttundi þjálfarinn í deildinni sem hefur þurft að taka poka sinn á tímabilinu en fjórir íslenskir leikmenn eru á mála hjá félaginu. Þetta eru þeir Vignir Svavarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannes Jón Jónsson og Sigurbergur Sveinsson sem kom nýverið frá DHC Rheinland.

Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki þótt standa undir væntingum. Hannover-Burgdorf er í sextánda sæti deildarinnar, því þriðja neðsta, með níu stig eftir 22 leiki.

Ahlen-Hamm og Rheinland eru neðst með átta stig.

Aron tók við Hannover-Burgdorf eftir að hafa þjálfað Hauka í nokkur ár. Hann var einnig lengi þjálfari Skjern í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×