Handbolti

Kári skoraði fimm mörk í góðum sigri Wetzlar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári er að spila mjög vel þessa dagana.
Kári er að spila mjög vel þessa dagana.

Kári Kristján Kristjánsson var virkilega sterkur á línunni hjá Wetzlar í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Gummersbach, 34-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Kári Kristján skoraði fimm mörk í leiknum. Hann hefur verið mjög heitur eftir HM og skoraði til að mynda sex mörk gegn Hamburg á dögunum. Hann fylgdi því svo eftir með fimm mörkum gegn Rhein-Neckar Löwen.

Wetzlar hækkaði sig um eitt sæti með sigrinum og er í 11. sæti deildarinnar. Gummersbach er í því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×