Fleiri fréttir

Jóhann Berg lék allan leikinn í tapi

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley máttu þola tap á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að liðið mætti Brighton.

Auðvelt hjá Chelsea í fyrsta leik

Chelsea unnu í dag þægilegan sigur Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 3-0 þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar.

Fyrsti sigur Brentford í efstu deild í 74 ár

Brentford tók á móti Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-0, heimamönnum í vil, en þetta var fyrsti leikur Brentford í efstu deild síðan í maí árið 1947.

Van Dijk skrifar undir til 2025

Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk hefur skrifað undir nýjan samning hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er nú samningsbundinn Bítlaborginni til ársins 2025.

Lukaku er genginn aftur í raðir Chelsea

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Chelsea frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Chelsea staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Danski turninn ekki lengur dýr­lingur heldur refur

Daninn Jannik Vestergaard hefur ákveðið að söðla um og færa sig um set í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið með Southampton undanfarin ár en er nú á leið til Leicester City.

Segir Burnl­ey þurfa á Jóhanni Berg að halda

Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við.

John Stones framlengir við Englandsmeistarana

John Stones, varnarmaður Manchester City, framlengdi í dag samningi sínum við Englandsmeistarana. Nýji samningurinn er til fimm ára og Stones er því skuldbundinn City út sumarið 2026.

Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

Handa­hófs­kenndar at­huganir í upp­hafi tíma­bils á Eng­landi

Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að það verða gerðar handahófskenndar athuganir á leikvöllum deildarinnar í upphafi tímabils. Fólk sem ætlar sér að fara á leiki mun þurfa sýna fram á bólusetningu eða vera með neikvætt sýni sem er tekið innan við 48 tímum fyrir leik.

Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks

Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi.

Stuðnings­fólk Totten­ham klappaði Saka lof í lófa

Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik.

Fofana frá út árið

Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, mun ekki spila fótbolta meira á þessu ári eftr að hann fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villareal í vikunni. 

Manchester City staðfestir komu Grealish

Manchester City hefur staðfest komu Jack Grealish frá Aston Villa. Þessi 25 ára Englendingur er því orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Jack Grealish búinn í læknisskoðun hjá City

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Jack Grealish lokið við læknisskoðun hjá Manchester City. Það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.