Fleiri fréttir

Ryan Mason: Bale er í heimsklassa

Ryan Mason, tímabundinn stjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale í hástert eftir sigur liðsins gegn Sheffield United. Bale fékk ekki mikinn spiltíma undir Jose Mourinhho, en þakkaði traustið með þrennu 4-0 sigri í dag.

Leik Manchester United og Liverpool frestað

Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum.

Evrópuvon Everton veikist eftir tap gegn Aston Villa

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengu Aston Villa í heimsókn á Goodison Park í kvöld, en þurftu að sætta sig við 2-1 tap. Everton þurfti á sigri að halda til að blanda sér almennilega í baráttuna um Evrópusæti.

Brig­hton svo gott sem öruggt eftir sigur á Leeds

Brighton & Hove Albion vann mikilvægan 2-0 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er þar með komið langleiðina í að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.

Reynir allt til að halda Cavani

Ole Gunnar Solskjær hefur reynt allt til að sannfæra Edinson Cavani um að halda kyrru fyrir hjá Manchester United og spila með liðinu á næstu leiktíð. Úrúgvæinn er hins vegar efins um að hann vilji verja öðru ári á Englandi.

Ekki að djóka með að kaupa Arsenal

Daniel Ek, eigandi og framkvæmdastjóri Spotify, er ekkert að djóka með það að hann vilji kaupa Arsenal, félagið sem hann hefur stutt frá unga aldri.

Rodgers hefur engan áhuga á Tottenham

Brendan Rodgers hefur engan áhuga á því að stökkva frá borði hjá Leicester, þar sem allt virðist í blóma, til að taka við Tottenham sem leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra.

Shearer og Henry fyrstir inn í höllina

Tveir af allra bestu framherjum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eru þeir fyrstu sem valdir eru inn í nýja heiðurshöll deildarinnar.

Steindautt jafntefli á Elland Road

Leeds United og Manchester United skildu jöfn, 0-0, í tilþrifalitlum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þeir síðarnefndu misstu af tækifæri til að setja pressu á granna sína frá Manchester-borg í titilbarátunni.

Upphitun: Úrslitaleikur í skugga skandals

Manchester City og Tottenham Hotspur eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins klukkan 15:30 í dag. Þessi áhugaverða viðureign verður í beinni á Stöð 2 Sport 2, en það hefur töluvert gengið á hjá báðum félögum í vikunni.

Salah í sögubækurnar

Mohamed Salah, framherji Liverpool, skrifaði í sögubækur liðsins með marki sínu í 1-1 jafnteflinu gegn Newcastle.

Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp

Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni.

Ekki frammistaða sem verðskuldar Meistaradeildarsæti

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem Liverpool fær á sig jöfnunarmark undir lok leiks.

Ævintýralegar lokamínútur á Anfield

Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla.

„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni.

90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt

Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar.

Kane og De Bruyne í kapphlaupi við tímann

Bæði Kevin De Bruyne og Sergio Agüero gætu verið með Manchester City er liðið mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik enska deildabikarsins á morgun. Þá vonast Tottenham-menn til að fyrirliði liðsins Harry Kane verði með.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.