Enski boltinn

West Ham og Liverpool komast að samkomulagi um Andy Carroll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
West Ham hefur komist að samkomulagi við Liverpool um að fá framherjann Andy Carroll lánaðan til félagsins.

BBC greinir frá þessu og segir West Ham greiða tvær milljónir punda eða tæpar 400 milljónir króna fyrir. Takist West Ham að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni kaupir Lundúnarfélagið Carroll á 17 milljónir punda eða rúma þrjá milljarða króna.

Carroll var keyptur til Liverpool á 35 milljónir punda í janúar 2011. Newcastle reyndi hvað það gat að fá leikmanninn aftur til félagsins en Liverpool hafnaði tilboði í framherjann.

Enn á eftir að koma í ljós hvernig Andy Carroll tekur í lánssamninginn.


Tengdar fréttir

Newcastle undirbýr tilboð í Carroll

Newcastle United yndirbýr nú tilboð í Andy Carroll leikmann Liverpool samkvæmt fréttum í ensku fjölmiðlum í dag. Liverpool keypti Carroll fyrir 18 mánuðum frá Newcastle á 35 milljónir punda sem nemur 6,6 milljörðum ísl. kr. en leikmaðurinn hefur ekki náð að sanna sig hjá rauða hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×