Enski boltinn

Stuðningsmenn Shenhua ósáttir með leikinn á móti Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessi þrjú héldu með Manchester United.
Þessi þrjú héldu með Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Margir stuðningsmanna Shanghai Shenhua skrópuðu á æfingaleik liðsins á móti enska stórliðinu Manchester United sem fram fór í Kína í gær. 42 þúsund manns mættu á leikinn sem United vann 1-0 en afar fáir voru klæddir búningi Shanghai Shenhua liðsins.

Stuðningsmenn Shanghai Shenhua eru ósáttir með að þessi leikur hafi verið skipulagður á miðju tímabili liðsins en United er eitt margra félaga sem notar undirbúningstímabilið til að auka vinsældir sínar í Asíu.

„Ég held að Manchester United myndi aldrei samþykkja að mæta Shenhua á miðju þeirra tímabili og því ættum við að gera það. Þessi leikur snýst aðeins um peninga," sagði Ma Haiping, einn stuðningsmanna félagsins, við FP-fréttastofuna.

Stuðningsmenn Shenhua-liðsins stóðu fyrir baráttuherferð á netinu í aðdraganda leiksins þar sem allir alvöru stuðningsmenn félagsins voru hvattir til að skrópa á leikinn.

„Leyfum styrktaraðilum okkar að sjá að þessi leikur, sem lyktar af peningagræðgi og markaðssetningu, á ekki að fara fram á miðju okkar tímabili," stóð meðal annars á vefsíðunni og á boða í stúkunni stóð á ensku: "Love football, hate business" eða upp á íslensku "Elskum fótbolta - hötum viðskipti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×