Fleiri fréttir

Eiður til Ajax? - beðið eftir Suarez

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að það sé mögulegt að Eiður snúi aftur til Hollands á næstunni.

O‘Shea: Berbatov hefur ótrúlega hæfileika

John O'Shea, varnarmaður Manchester United, telur að Búlgarinn Dimitar Berbatov gæti orðið lykilinn að liðið vinni ensku deildina í vor. Berbatov skoraði sína þriðju þrennu í vetur á laugardaginn gegn Birmingham og hefur skorað 17 mörk í deildinni í vetur.

Campbell ekki á förum frá Newcastle

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að halda í Sol Campbell hjá félaginu. Orðrómur hefur verið uppi um að Campbell vilji fara frá félaginu en hann gekk til liðs við félagið sökum vináttu við Chris Hughton sem var rekinn sem stjóri liðsins í haust.

City í baráttuna um undrabarnið Lukaku

Manchester City hefur blandað sér í baráttuna um belgíska leikmann Romelu Lukaku. Þessi 17 ára leikmaður er gríðarlegt efni og hefur verið byrjunarliðsmaðurAnderlect frá því á síðustu leiktíð.

Drogba orðaður við Real Madrid

Real Madrid er sagt ætla að gera tilboð í Dider Drogba áður en janúarglugganum lýkur. Sögusagnir segja að Drogba ætli sér að yfirgefa Chelsea í sumar og vill ólmur leika á ný undir stjórn Jose Mourinho.

Fer Arshavin til Chelsea í sumar?

Rússinn Andrey Arshavin gæti verið á förum frá Arsenal í sumar. Samkvæmt fréttum í Englandi hefur Chelsea áhuga á að næla sér í Arshavin. Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovich, vill ólmur fá landa sinn til félagsins.

Wenger hefur áhuga á Hazard

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur viðurkennt í franska sjónvarpsþættinum Telefoot að hann hafi áhuga á leikmanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í frönsku úrvalsdeildinni.

Liverpool á eftir N‘Zogbia

Liverpool er í viðræðum við Wigan Athletic um kaup á franska vængmanninum Charles N‘Zogbia. Talið er að Liverpool sé tilbúið til að reiða fram 7,5 milljónum punda til að klófesta leikmanninn.

Ferguson segir Berbatov aldrei betri

Sir Alex Ferguson vonar að Búlgarinn Dimitar Berbatov haldi áfram frábæru gengi sínu á leiktíðinni og skori minnst 20 mörk á leiktíðinni.

Martinez: Fabregas er klókur svindlari

Roberto Martinez, þjálfari Wigan, er allt annað en sáttur með framgöngu Spánverjans Cesc Fabregas í leik Wigan gegn Arsenal í gær. Leikurinn lyktaði með 3-0 sigri Arsenal og léku Wigan einum leikmanni færri eftir að Gary Caldwell var vikið af velli eftir viðskipti sín við Fabregas innan vítateigs.

Ba á leiðinni til West Ham?

Senegalinn Demba Ba, liðsfélagi Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, er á leiðinni til West Ham að láni samkvæmt heimildum Sky Sports.

Surez heillaður af enska boltanum

Luis Suarez frá Úrúgvæ er meira en til í að færa sig um set til Englands. Hann leikur nú með hollenska liðinu Ajax en Liverpool er meðal þeirra liða sem eru talin á höttunum eftir leikmanninum.

Glazer-fjölskyldan er ekki að fara að selja Man. United til Katar

Forráðamenn Manchester United hafa gefið það út að félagið sé ekki til sölu en samkvæmt fréttum í sunnudagsblöðunum í Bretlandi þá átti félagið að vera í viðræðum við fjárfestingafélag frá Katar, Qatar Holding, um að kaup á enska félaginu.

Darren Bent: Við vörðumst vel eftir markið

Darren Bent fékk draumabyrjun í búningi Aston Villa því hann skoraði eina mark leiksins þegar Aston Villa vann 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bent varð dýrasti leikmaður félagsins fyrir aðeins fjórum dögum.

Gerard Houllier: Við vorum að vinna frábært lið

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa var að sjálfsögðu mjög ánægður með 1-0 sigur Aston Villa á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var aðeins fjórði deildarsigur liðsins síðan að hann tók við í september og liðinu lífsnauðsynlegur í fallbaráttunni.

Darren Bent tryggði Aston Villa sigur á Manchester City

Darren Bent byrjaði frábærlega með Aston Villa því hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Manchester City í kvöld í sínum fyrsta leik með Villa síðan félagið keypti hann á 24 milljónir punda frá Sunderland.

Dimitar Berbatov og Robin van Persie skoruðu báðir þrennu

Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með tveggja stiga forskot á toppnum á Arsenal sem komst upp fyrir Manchester City með 3-0 sigri á Wigan. City getur endurheimt annað sætið þegar liðið mætir Aston Villa á eftir. Aaron Lennon tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á móti Newcastle í uppbótartíma.

Wenger: United er heppið að vera enn taplaust

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að Manchester United liðið sé búið að hafa heppnina með sér það sem af er tímabilsins en United er enn taplaus í ensku úrvalsdeildinni.

Harry Redknapp rændur á fótboltaleik í Madríd

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur sagt frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni þegar hann fór til Spánar á fimmtudaginn til þess að fylgjast með nágrannaslag Real Madrid og Atletico Madrid í spænska bikarnum. Redknapp var nefnilega rændur á vellinum en hann var þar að fylgjast með Úrúgvæanum Diego Forlon.

Old Trafford leysir af Wembley í vor

Old Trafford, heimavöllur Manchester United, tekur að sér að hýsa tvo leiki í úrslitakeppnnum neðri deildanna í vor þar sem að Wembley-leikvangurinn er upptekinn á sama tíma.

Ryan Giggs er til í eitt ár til viðbótar

Ryan Giggs er orðinn 37 ára gamall og búinn að vinna allt með Manchester United en hann er ekkert á því að fara að leggja skóna á hilluna. Giggs hefur nú gefið það út að hann hafi áhuga á því að spila eitt tímabil til viðbótar.

Antonio Valencia gæti snúið aftur í lok febrúar

Antonio Valencia meiddist illa á ökkla í Meistaradeildarleik á móti Rangers í september en endurhæfingin hefur gengið vel og nú vonast Manchester United menn að hann geti farið að spila á nýjan leik í lok febrúar.

Liverpool hefur áhuga á bæði Luis Suarez og Ashley Young

Liverpool hefur staðfest áhuga sinn á leikmönnunum Luis Suarez og Ashley Young en Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála, segir þó að það sé langt í það að félagið geti gengið frá samningum um kaup á leikmönnunum tveimur.

Sex bestu leikmenn deildarinnar að mati Sunnudagsmessunnar

Þrátt fyrir að heimsmeistaramótið í handbolta sé í gangi í Svíþjóð þá verður leikið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni var farið yfir sex bestu leikmenn deildarinnar og þar koma leikmenn frá Tottenham, Arsenal, Manchester United, Manchester City við sögu.

Stoke samþykkir tilboð Sunderland í framherjann Ricardo Fuller

Stoke City hefur samþykkt 3 milljón punda tilboð Sunderland í framherjann Ricardo Fuller samkvæmt frétt á BBC. Þessi 31 árs gamli Jamaíkamaður hefur verið einn af þeim mönnum sem hefur haldið Eiði Smára Guðjohnsen aftarlega í goggunarröðinni hjá enska félaginu.

Bruce er ósáttur við Houllier

Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland sendi Gerard Houllier knattspyrnustjóra Aston Villa kalda kveðju í enskum fjölmiðlum í gær eftir að Villa keypti framherjann Darren Bent frá liðinu. Bruce segir að Houllier beri enga virðingu fyrir starfsfélögum sínum þar sem hann hafi ekki haft samband við sig á meðan kaupin fóru fram.

Wenger: Denilson og Fabregas eru mjög góðir vinir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir ekkert vera til í því að leikmennirnir Cesc Fabregas og Denilson eigi í einhverjum innbyrðisdeilum. Viðtal við Denilson birtist í brasilsíkum netmiðlum þar sem Denilson sagði meðal annars að Fabregas væri enginn leiðtogi.

Kenny Dalglish má eyða pening í nýja leikmenn

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hitti eigendur félagsins í gær þar sem hann ræddi meðal annars leikmannamál félagsins. Dalglish fékk þar fullvissu sína um að hann fái pening til þess að kaupa leikmenn áður en félagsskiptaglugganum lokar.

Fer Konchesky aftur til Fulham?

Paul Konchesky hefur ekki náð sér á strik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en Roy Hodgson keypti hann frá Fulham s.l. sumar fyrir um 750 milljónir kr. eða 4 milljónir punda. Í enskum fjölmiðlum er sagt frá því að forráðamenn Fulham hafi áhuga á að fá vinstri bakvörðinn að láni frá Liverpool út leiktíðina.

Lampard meiddist á æfingu hjá Chelsea

Frank Lampard leikmaður Chelsea meiddist á kálfa á æfingu liðsins í gær. Lampard, sem er 32 ára, hefur misst af fjórum mánuðum á þessu tímabili vegna meiðsla en ekki er vitað hvort meiðslin séu alvarleg að þessu sinni.

Arsenal sló Leeds út úr bikarnum á Elland Road

Arsenal komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Leeds á Elland Road í kvöld. Þetta var endurtekinn leikur eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Emirates fyrir ellefu dögum. Arsenal mætir liði Huddersfield Town í næstu umferð.

Denilson: Fabregas er enginn leiðtogi

Brasilíumaðurinn Denilson hjá Arsenal gefur ekki mikið fyrir leiðtogahæfileika Spánverjans Cesc Fabregas sem hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Ummælum Denilson var slegið upp í The Sun í morgun.

Fjögur félög búin að borga 9,9 milljarða fyrir Bent

Darren Bent varð í gær dýrasti leikmaður Aston Villa í sögunni þegar félagið keypti hann á 24 milljónir punda frá Sunderland. Þetta er ekki í fyrsta sinn á ferlinum sem hinn 26 ára gamli Bent er keytpur fyrir stóra upphæð.

Cantona orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá New York Cosmos

Eric Cantona, goðsögnin á Old Trafford, er kominn aftur í boltann því hann hefur tekið við stöðu yfirmann knattspyrnumála hjá bandaríska félaginu New York Cosmos. Cantona lagði á skónna á hilluna árið 1997 þáverandi Englandsmeistari með Manchester United.

Úrvalsdeildarliðin komust áfram í enska bikarnum

Manchester City lagði Leicester 4-2 í síðari leik liðanna í 64-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum. Man City mætir Notts County í 32-liða úrslitum. Wolves vann Doncaster 5-0 og Stoke hafði betur gegn Cardiff eftir framlengingu 2-0. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahóp Stoke.

Ryan Babel í læknisskoðun hjá Hoffenheim

Það lítur allt út fyrir að Hollendingurinn Ryan Babel verði fljótlega orðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá þýska liðinu Hoffenheim. Liverpool er tilbúið að selja leikmanninn fyrir sjö milljónir punda og hann er samkvæmt heimildum Sky Sports í læknisskoðun hjá Hoffenheim.

Sjá næstu 50 fréttir