Fleiri fréttir

Prinsinn nálgast yfirtöku á stórum hlut í Liverpool

Prinsinn Faisal bin Fahd bin Abdullah frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur staðfest að hann sé nú nálægt því að ganga frá samkomulagi við meðeigandann George Gillett hjá Liverpool um kaup á stórum hlut í enska félaginu.

Tottenham og AC Milan að undirbúa leikmannaskipti?

Samkvæmt heimildum dagblaðsins Daily Mail er enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham í viðræðum við ítalska félagið AC Milan um leikmannaskipti þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jagielka má byrja að æfa á ný

Varnamaðurinn Phil Jagielka hefur fengið grænt ljós á að byrja að æfa af fullum krafti á ný en hann hefur verið frá undanfarið hálft ár vegna meiðsla.

Rio missir ekki byrjunarliðssætið

Fabio Capello segir að Rio Ferdinand verði í byrjunarliði Englands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld þrátt fyrir mistökin sem hann gerði í leiknum gegn Úkraínu um helgina.

Alex framlengir við Chelsea

Penninn er ekki lagður niður á Stamford Bridge þessa dagana. Kalou framlengdi við Chelsea í gær og í dag var það brasilíski varnarmaðurinn Alex.

Maicon orðaður við City

Brasilíumaðurinn Maicon er í dag orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum en hann er á mála hjá Inter á Ítalíu.

Gerrard líklega ekki með á morgun

Afar ólíklegt þykir að Steven Gerrard geti spilað með enska landsliðinu gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2010 á morgun.

Vieira fer ekki fyrr en í júní

Patrick Vieira segir að hann muni ekki afar frá Inter fyrr en að samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins.

Gott að fá tækifæri til að spila án Rooney

Frank Lampard segir að það sé hollt fyrir enska landsliðið að sjá hvernig það muni spjara sig án Wayne Rooney sem mun missa af leik Englands og Hvíta-Rússlands á morgun.

Styttist í endurkomu Robinho

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Man. City, hefur staðfest að stutt sé í að Brasilíumaðurinn Robinho snúi aftur á völlinn með liðinu.

Kalou framlengir við Chelsea

Salomom Kalou hefur gengið frá nýjum samningi við Chelsea sem gildir til loka ársins 2012. Hann er á sínu fjórða ári hjá félaginu.

Wenger: Ég mun ekki velja arftaka minn

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki vera í sínum verkahring að taka ákvörðun um hver taki við af sér þegar hann hætti á endanum.

Lampard: Látið Rio í friði

Frank Lampard, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, hefur beðið gagnrýnendur um að láta Rio Ferdinand í friði en Rio átti sök á atvikinu sem leiddi til þess að Robert Green var vísað af velli gegn Úkraínu.

Rooney missir af landsleiknum

Wayne Rooney meiddist á kálfa í leik Englands og Úkraínu um helgina og missir því af landsleik Englendinga gegn Hvíta-Rússlandi á miðvikudaginn.

Heskey íhugar að fara frá Villa

Emile Heskey hefur viðurkennt að íhugi nú að yfirgefa herbúðir Aston Villa til að auka líkurnar á því að hann verði valinn í HM-hóp Englands.

Richards sagður vilja yfirgefa herbúðir City

Varnarmaðurinn Micah Richards hefur ekki átti sjö dagana sæla með Manchester City undanfarið og er samkvæmt heimildum The People sagður hafa lent ítrekað upp á kant við knattspyrnustjórann Mark Hughes og þjálfarateymi hans.

Stjórnarformaður Arsenal vill að Wenger skili titli

„Annað, þriðja og fjórða sætið eru ekki lengur ásættanleg. Við viljum vinna eitthvað á þessu tímabili og við teljum að við séum með nægilega sterkan leikmannahóp til þess,“ segir stjórnarformaðurinn Ivan Gazidis hjá Arsenal í viðtali við Daily Star Sunday.

Van Gaal átti að leysa Ferguson af hólmi hjá United

Knattspyrnustjórinn Louis van Gaal hjá Bayern München hefur upplýst að hann hafi fundað með Peter Kenyon, þáverandi stjórnarformanni Manchester United, um að taka við knattspyrnustjórn félagsins fyrir tímabilið 2002-2003.

Ferguson biður Wiley afsökunar á ummælum sínum

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United lét dómarann Alan Wiley fá það óþvegið eftir 2-2 jafntefli gegn Sunderland og ásakaði hann um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að dæma leikinn.

Drogba: Myndi aldrei freistast til þess að fara til City

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea telur að ríkidæmi Manchester City munu ekki nægja til þess að laða til sín bestu leikmenn heims en leikmenn á borð við Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Gareth Barry gengu í raðir félagsins í sumar.

Golf og ruðningur ólympíuíþróttir

Golf og sjö manna ruðningur verða ólympíuíþróttir frá og með leikunum sem haldnir verða í Río de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Zenden vongóður um að ganga í raðir Sunderland

Hinn 33 ára gamli Boudewijn Zenden hefur æft með Sunderland undanfarna viku og vonast til þess að verða boðinn samningur hjá félaginu en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollands er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Marseille rann út í sumar.

Styttist í endurkomu Arteta með Everton

Miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton er óðum að ná sér eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum í leik gegn Newcastle 22. febrúar. Spánverjinn er búinn að vera í strangri endurhæfingu síðan þá en varð fyrir áfalli í síðasta mánuði þegar hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hnénu.

Benitez: Danir fara vonandi varlega með Agger

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur viðurkennt að hann sé á nálum yfir því að varnarmaðurinn Daniel Agger hafi verið kallaður inn í danska landsliðið eftir að vera nýbúinn að ná sér af erfiðum bakmeiðslum.

Grant í viðræðum við Red Bulls en valdi Portsmouth

Umboðsmaður Avram Grant, fyrrverandi stjóra Chelsea og nýráðins yfirmanns knattspyrnumála hjá Portsmouth, hefur viðurkennt að Ísraelinn hafi átt í viðræðum við bandaríska MLS-deildarfélagið New York Red Bulls áður en hann ákvað að snúa aftur til Englands.

Sol Campbell orðaður við West Brom

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Sol Campbell, sem fékk sig lausann frá fimm ára samningi við Notts County, í viðræðum við enska b-deildarfélagið West Brom.

Gillett tilbúinn að selja sinn hlut í Liverpool

Samkvæmt heimildum dagblaðsins Daily Mirror mun George Gillett, annar aðaleigandi Liverpool, vera á leiðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag til viðræðna við Prinsinn Faisal bin Fahd um sölu á sínum hlut í enska úvalsdeildarfélaginu.

Puyol skyndilega orðaður við Arsenal

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Arsenal hafi mikinn áhuga á að krækja í varnarmanninn og fyrirliðann Carles Puyol hjá Barcelona.

Eggert Magnússon orðaður við yfirtöku á West Ham

Breska slúðurblaðið The Sun slær því upp í dag að Eggert Magnússon hafi í hyggju að eignast hlut í West Ham að nýju en hann átti sem kunnugt er lítinn hlut í félaginu þegar Björgólfur Guðmundsson var aðaleigandi þess ásamt því sem Eggert gengdi starfi stjórnarformanns.

Owen dreymir enn um enska landsliðið

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello horfði enn framhjá framherjanum Michael Owen hjá Manchester United þegar hann valdi 24-manna landsliðhóp Englands fyrir leikina gegn Úkraínu og Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2010.

Pavlyuchenko líklega á förum til Zenit

Umboðsmaður framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham hefur staðfest að skjólstæðingur sinn muni brátt fara til viðræðna við Zenit frá Pétursborg en Lundúnafélagið hefur gefið honum leyfi til þess.

Sjá næstu 50 fréttir