Fleiri fréttir

Ótrúlegt jafntefli á White Hart Lane

Tottenham og Aston Villa gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Aston Villa komst í 4-1 í leiknum en heimamenn áttu ótrúlega endurkomu og náðu stigi.

Fabregas mikið í tölvuleikjum

Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, sagði frá unun sinni af tölvuleikjaspili í viðtali við The People. Fabregas á XBOX tölvu og segist oft spila fótboltaleiki við fólk um allan heim í gegnum internetið.

Elano líkt við Baggio og Mancini

Brasilíumaðurinn Elano hefur slegið í gegn með Manchester City á þessari leiktíð. Hann skoraði magnað mark gegn Newcastle þegar City vann 3-1 sigur á laugardag og sýndi þar að auki mögnuð tilþrif í leiknum.

Tottenham - Aston Villa í kvöld

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tottenham tekur á móti Aston Villa klukkan 19:00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Martin Jol, stjóri Tottenham, þarf nauðsynlega á sigri að halda enda staða hans völt.

Enn talsvert í Barton

Það er enn mánuður í það að Joey Barton geti spilað sinn fyrsta alvöru leik fyrir Newcastle. Hann ristarbrotnaði í æfingaleik Newcastle gegn Carlisle á undirbúningstímabilinu, skömmu eftir að hafa gengið til liðs við félagið.

Owen getur byrjað að æfa eftir viku

Þýski skurðlæknirinn sem framkvæmdi á dögunum aðgerðina á Michael Owen segir að leikmaðurinn verði orðinn klár í slaginn í komandi verkefni hjá enska landsliðinu. Hann segir að Owen geti byrjað að æfa eftir viku.

Chelsea saknar Eiðs Smára

Enska dagblaðið The Times segir að Chelsea hefði góð not fyrir Eið Smára Guðjohnsen á þessum síðustu og verstu tímum félagsins.

Everton í fimmta sætið

Everton smellti sér í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði Middlesbrough 2-0 á heimavelli sínum Goodison Park. Middlesbrough fékk fullt af fínum færum í leiknum en náði ekki að nýta þau.

Howard kominn í markið hjá Everton

Leikur Everton og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni hófst nú klukkan 15 og er þetta eini leikurinn í deildinni í dag. Tim Howard er kominn aftur í markið hjá Everton eftir meiðsli og þá er markahrókurinn Yakubu kominn aftur í framlínuna.

Kærasta Crouch dansar brúðudansinn

Enski landsliðsmaðurinn Peter Crouch hjá Liverpool sló í gegn í fyrra þegar hann dansaði vélmennadansinn þegar hann fagnaði marki gegn Ungverjum. Kærastan hans svaraði þessu með því að dansa brúðudansinn.

Grant verður farinn fyrir jól

"Æfingarnar hjá Avram Grant eru grín," segir ónefndur leikmaður Chelsea í samtali við News of the World í dag. Þar gagnrýnir hann þjálfunaraðferðir stjórans og segir hann ekki njóta virðingar leikmanna - hann verði látinn taka pokann sinn fyrir jól.

Van der Sar ekki með gegn Roma

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United verður ekki með liðinu í leiknum gegn Roma á Old Trafford í Meistaradeildinni þriðjudaginn. Hann meiddist á tá í leiknum gegn Birmingham í gær og það verður Pólverjinn Tomasz Kuszczak sem tekur stöðu hans gegn Roma.

Bannaði Cole að fara til Real Madrid

Cheryl Cole, eiginkona enska landsliðsmannsins Ashley Cole, hefur viðurkennt að hún hafi eyðilagt fyrir manni sínum að ganga til liðs við draumaliðið sitt Real Madrid. Hún segist ekki hafa verið tilbúintil að fórna ferlinum sem söngkona fyrir hann og því gekk Ashley Cole til liðs við Chelsea frá Arsenal.

Enn vinnur United 1-0

Manchester United komst í dag í annað sæt ensku úrvalsdeildarinnar með því að leggja Birmingham 1-0 á útivelli. Það sama var uppi á teningnum hjá United og venjulega, lítið fór fyrir fljúgandi spilamennsku liðsins frá síðustu leiktíð en niðurstaðan engu að síður enn einn 1-0 sigurinn.

John Terry fluttur á sjúkrahús

John Terry, fyrirliði Chelsea, er nú á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í samstuði við Clint Dempsey í leik Chelsea og Fulham í dag. Óttast er að hann sé kinnbeinsbrotinn og að hann muni því missa af leikjum Englendinga í undankeppni EM í þessum mánuði. Hann fer í aðgerð á sjúkrahúsinu á morgun.

Botnliðin skildu jöfn

Derby og Bolton skildu jöfn 1-1 í botnslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem mikið var í húfi.

Blackburn taplaust á útivelli

Blackburn heldur áfram að ná fínum úrslitum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og lagði Sunderland 2-1 úti í dag. Mark Hughes hafði þar betur gegn fyrrum félaga sínum Roy Keane í fyrsta einvígi þeirra sem stjórar í úrvalsdeildinni.

Benayoun bjargaði Liverpool

Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun bjargaði öllum þremur stigunum fyrir Liverpool í dag þegar liðið vann 1-0 baráttusigur á Wigan á útivelli. Benayoun kom inn sem varamaður og skoraði sigurmark gestanna með góðu einstaklingsframtalki á 75. mínútu.

Vandræði Chelsea halda áfram

Didier Drogba var rekinn af velli og John Terry er líklega með brákað kinnbein eftir að Chelsea mistókst enn eina ferðina að vinna leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea náði aðeins 0-0 jafntefli á heimavelli gegn Fulham.

Arsenal áfram á toppnum

Arsenal heldur toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir sanngjarnan 1-0 sigur á grönnum sínum í West Ham á Upton Park í dag. Robin Van Persie skoraði sigurmark gestanna snemma leiks.

Hermann skoraði í 7-4 sigri

Íslendingaslagur Portsmouth og Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag var ævintýri líkastur en alls voru skoruð 11 mörk í leiknum. Það voru heimamenn sem fögnuðu sigri 7-4.

Frábær sigur hjá City

Lærisveinar Sven-Göran Eriksson í Manchester City sýndu sínar bestu hliðar á heimavelli í dag þegar þeir unnu verðskuldaðan 3-1 sigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Drogba og Torres byrja

Ný styttist í að leikir dagsins í enska boltanum fari á fullt. Man City hefur yfir 2-1 gegn Newcastle þegar 15 mínútur eru eftir af fyrsta leik dagsins. Martins kom gestunum í Newcastle yfir en Petrov og Mpenza komu City í 2-1.

Keane: Tek hárblásturinn í klefanum

Roy Keane, stjóri Sunderland, segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um það fyrir leiktíðina að geyma alla reiðilestra yfir liðsmönnum sínum þangað til hann er kominn inn í lokuð búningsherbergi.

Fowler fer aftur á Anfield

Nú hefur verið dregið í fjórðu umferð enska deildarbikarsins og þar ber hæst að Robbie Fowler fer með liði sínu Cardiff á Anfield og mætir sínum gömlu félögum í Liverpool. Þá fá United-banarnir í Coventry heimaleik á móti West Ham.

Drogba: Andinn er farinn

Framherjinn Didier Drogba segist enn vera í sjokki yfir brottförn Jose Mourinho hjá Chelsea. Hann segir andann í herbúðum liðsins ekki saman síða og segist þurfa að finna sér nýja hvatningu til að spila með liðinu.

Schmeichel settur út úr liði City

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeidinni er nú að hefjast og er hann sýndur beint á Sýn 2. Þetta er viðureign Man City og Newcastle. Athygli vekur að danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið settur út úr liðinu og í hans stað kemur Joe Hart.

Horfi bara á fótbolta í sjónvarpinu

Jose Mourinho segist ætla að horfa mikið á fótbolta þó hann ætli sér að slappa af næstu vikurnar eftir að hann hætti hjá Chelsea. Hann segist þó ekki ætla að bregða sér á völlinn.

Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea

Sir Alex Ferguson hefur varað við því að fólk vanmeti Chelsea þó liðið hafi gengið í gegn um erfiða tíma á síðustu vikum. Stjóri Manchester United segir Chelsea of vel mannað lið til að hægt sé að afskrifa það í titilbaráttunni.

Drogba er klár

Avram Grant hefur nú staðfest að framherjinn Didier Drogba verði klár í slaginn á morgun þegar Cehlsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Drogba hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn Aston Villa í byrjun mánaðarins.

Reading er með bestu framherja í heimi

Dave Kitson, framherji Reading, segir liðið hafa á að skipa bestu framherjum í heiminum þegar haft er í huga að þeir kostuðu félagið ekki nema rúma milljón punda samanlagt. Það er til að mynda meira en tíu sinnum lægri upphæð en Tottenham greiddi fyrir varamanninn Darren Bent í sumar.

Eriksson: Mig langaði að kaupa Owen

Sven-Göran Eriksson, stjór Man City, segir að sig hafi mikið langað að kaupa framherjann Michael Owen frá Newcastle í sumar. Hann segist hinsvegar hafa ákveðið að kaupa frekar fleiri en færri leikmenn og að verðmiðinn á Owen hafi verið of hár.

Wenger hefur áhyggjur af knattspyrnunni

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa miklar áhyggjur af framtíð ensku knattspyrnunnar vegna ágangs fjölmiðla og afskipta viðskiptajöfra.

Giggs liggur ekkert á að semja

Ryan Giggs segist vongóður um að hann nái að framlengja samning sinn við Manchester United vandræðalaust, en þessi 33 ára gamli leikmaður er í viðræðum um að lengja dvöl sína á Old Trafford upp í 17 ár.

Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal

Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov hefur nú keypt aukinn hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hann hafi keypt bréf í félaginu fyrir um 6 milljónir punda og eigi því fyrir vikið um 23% hlut í félaginu.

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í tapinu gegn Manchester United um síðustu helgi. Þá hefur aðstoðarstjórinn Steve Clarke einnig verið kærður fyrir ósæmilegan munnsöfnuð við dómara leiksins.

Sanchez lét dómara heyra það

Lawrie Sanchez, stjóri Fulham, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann lét þung orð falla um dómgæsluna í gær þegar hans menn duttu út úr enska deildarbikarnum.

Torres minnir mig á Ian Rush

Steven Gerrard segir að spænski framherjinn Fernando Torres sé farinn að minna sig á goðsögnina Ian Rush eftir að hann skoraði þrennu í sigri Liverpool á Reading í deildarbikarnum.

Sjá næstu 50 fréttir