Fleiri fréttir Í beinni: Öll leikmannakaup dagsins - Paul Dickov til Crystal Palace Í dag er síðasti dagurinn sem liðin í ensku knattspyrnunni geta keypt og selt leikmenn og þvi er búist við því að nóg verði um að vera. Á miðnætti lokar félagaskiptaglugganum og opnast hann ekki aftur fyrr en í janúar. Fylgstu með öllum félagaskiptum dagsins hér. Það verður nóg um að vera. Fréttin er uppfærð um leið og eitthvað nýtt gerist. 31.8.2007 11:11 Nánasti aðstoðarmaður Benitez hættur hjá Liverpool Hægri hönd og nánasti samstarfsmaður Rafael Benitez, kanttspyrnustjóra Liverpool, hefur sagt upp störfum. Paco Ayesteran hefur fylgt Benitez allt frá því að hann þjálfaði Tenerife og síðan Valencia og hefur staðið þétt við hans lið þau ár sem Benitez hefur verið við stjórnvölinn á Anfield. Þetta þykir mikið áfall fyrir Benitez sem nú leitar logandi ljósi að eftirmanni Ayesteran. 31.8.2007 16:28 Lampard meiddist á æfingu Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, meiddist á æfingu í dag og talið er að hann rifið lærvöðva. Lampard þurfti að yfirgefa æfinguna þegar stutt var eftir og var sendur á sjúkrahús þar sem skoðað er hversu alvarleg meiðslin eru. 31.8.2007 15:37 Eiður Smári ekki seldur í dag "Eiður Smári verður ekki seldur í dag, það er alveg ljóst." Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns Barcelona. Alþjóðlegi félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og hefur Eiður Smári verið orðaður við fjölda liða víða um Evrópu sem öll eru sögð vilja tryggja sér kappann. Meðal þeirra eru Portsmouth, West Ham, Celtic, Newcastle og Galatasaray. 31.8.2007 13:55 Dregið í UEFA bikarnum - Tottenham fer til Kýpur Nú rétt í þessu var dregið í UEFA bikarnum. Fjögur ensk lið voru í pottinum. Tottenham mætir Anorthosis Famagusta frá Kýpur, Balcburn mætir Larissa frá Grikklandi, Bolton mætir FK Rabotnicki frá Makedóníu og Everton mætir Metalist Kharkiv frá Úkraínu. Drátturinn í heild sinni er hér fyrir neðan. 31.8.2007 12:44 Rússi kaupir hlut Dein í Arsenal David Dein, fyrrverandi varaformaður Arsenal, hefur selt 14,5% hlut sinn í félaginu til rússneska auðkýfingsins Alisher Usmanov fyrir 75 milljónir punda eða 9,75 milljarða íslenskra króna. Lítil ánægja ríkir meðal annarra hlutahafa Arsenal með ákvörðun Deins. 31.8.2007 09:57 Blackburn tryggir sér sæti í riðlakeppninni Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópukeppnis félagsliða með 2-0 sigri á MyPa. Blackburn vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 og því samanlagt 3-0. David Bentley og og Jason Roberts skoruðu mörk Blackburn. 30.8.2007 21:22 Gravesen aftur til Everton Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen mun spila með sínu gamla félagi Everton út tímabilið. Gravesen er samningsbundinn skoska liðinu Celtic en hefur verið lánaður til Everton. Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Celtic eftir að hann kom til liðsins frá Real Madrid í fyrra. Gravesen lék í fimm ár með Everton áður en hann fór til Real Madrid. 30.8.2007 19:27 Enskur fótboltkappi handtekinn í heróínhúsleit Enski knattspyrnumaðurinn Zat Knight var í gær handtekinn í húsi móður sinnar eftir að breska lögreglan hafði framkvæmt húsleit á heimili hennar vegna gruns um að þar væri heróín að finna. Eftir að hafa eytt sex klukkutímum í varðhaldi þá var hann kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður Aston Villa. 30.8.2007 09:55 Owen skoraði fyrir Newcastle Önnur umferð deildarbikarsins á Englendi kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Úrvalsdeildarliðin Newcastle, Manchester City og Middlesbrough tryggðu sér öll sæti í 3. umferð keppnarinnar með sigri á neðrideildarliðum. 29.8.2007 20:57 Sunderland kaupir Jones fyrir sex milljónir Sunderland hefur gengið frá kaupum á framherjanum Kenwyne Jones frá Southampton. Sunderland borgar sex milljónir punda fyrir leikmanninn auk þess sem framherjinn Stern John fer til Southampton sem hluti af kaupunum. Jones óskaði eftir því í síðustu viku að hann yrði seldur frá Southampton og var hann strax orðaður við Sunderland og Derby. 29.8.2007 19:02 Hjartað í Clarke stoppaði tvisvar í gær Hjartað í Clive Clarke, leikmanni Leicester, stoppaði tvisvar í gær eftir að hann hann féll niður í hálfleik í leik Leicester og Nottingham Forest í deildarbikarnum í gær. Leikmaðurinn er nú á sjúkrahúsi á meðan læknar reyna að komast að því hvað olli því að hjartað í honum stoppaði. 29.8.2007 15:18 Aston Villa kaupir Zat Knight Aston Villa er búið að kaupa varnarmanninn Zat Knight frá Fulham. Villa borgar 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Zat Knight hefur alltaf haldið með Aston Villa enda er hann frá Birmingham, og hann segist vera himinlifandi með að hafa samið við félagið. 29.8.2007 14:59 Yakubu fær atvinnuleyfi og er farinn til Everton Everton hefur gengið frá kaupunum á nígeríska framherjanum Yakubu frá Middlesbrough eftir að honum var veitt atvinnuleyfi. Upphaflega var honum neitað um atvinnuleyfi vegna þess að hann hafði ekki leikið 75% landsleikja Nígeríu á síðustu tveimur árum, en því var áfrýjað. 29.8.2007 14:50 Leikmaður 4. umferðar: Frank Lampard Fjögur mörk í fjórum leikjum, þar af eitt í landsleik. Meira þarf ekki að segja um formið sem Frank Lampard er í þessa daganna. Chelsea getur haldið áfram að spila grútleiðinlegan varnarbolta í allan vetur svo lengi sem menn eins og Lampard dúkka upp einu sinni í leik með gott skot sem markverðir andstæðinganna ráða ekki við. 29.8.2007 14:00 Video: Dyer tvífótbrotinn eftir harkalega tæklingu Alan Curbishley á ekki orð til að lýsa vonbrigðum sínum með meiðslin sem Kieran Dyer hlaut í gær í leik West Ham og Bristol City í enska deildarbikarnum. Varnamaður Bristol, Joe Jacobson, sparkaði í Dyer aftan frá með þeim afleiðingum að Dyer tvífótbrotnaði. Of snemmt er að segja til um hve lengi hann verður frá en Dyer er aðeins nýkominn til West Ham eftir að hafa verið keyptur frá Newcastle á 6 milljónir punda. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er tækling Jacobson afar harkaleg. 29.8.2007 12:08 Deildarbikarinn: Aston Villa valtaði yfir Wrexham Önnur umferð deildarbikarsins í Englandi fór fram í kvöld. Nokkur athyglisverð úrslit litu dagsins ljós og ber þar hæst að nefna 3-0 tap úrvalsdeildarliðsins Sunderland fyrir Luton Town og Aston Villa vann stórsigur á Wrexham. 28.8.2007 21:26 Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum. 28.8.2007 21:00 Dyer hugsanlega fótbrotinn Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar. 28.8.2007 20:18 Liverpool gerir tilboð í Baptista Liverpool hefur lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Julio Baptista hjá Real Madrid. Samkvæmt spænska dagblaðinu Marca hljóðar tilboðið upp á 13,5 milljónir punda. Baptista var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði ekki að sanna sig almennilega, þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk gegn Liverpool í 6-3 sigri í deildarbikarnum. 28.8.2007 14:53 Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. 28.8.2007 13:41 Fimm Youtube video til heiðurs Ole Gunnar Solskjær Þar sem okkur á Vísi hefur alltaf þótt svolítið vænt um Ole Gunnar Solskjær finnst okkur við hæfi að votta honum virðingu okkar nú þegar hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hér eru fimm Youtube video af böðlinum með barnsandlitið. 28.8.2007 11:10 Everton lagið verður leikið á Anfield í kvöld Það verður ekki hið hefðbundna You´ll Never Walk Alone sem leikið verður þegar leikmenn Liverpool og Toulouse ganga inn á Anfield í kvöld fyrir leik þeirra í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þess í stað verður lagið Johnny Todd leikið, en það er lag sem jafnan er leikið við sama tilefni á Goodison Park, heimavelli erkifjendanna í Everton. Þetta verður gert til að heiðra minningu hins níu ára Rhys Jones sem skotinn var til bana í Croxteth hverfinu í Liverpool í síðustu viku. Hinn ungi Jones var nefnilega harður Everton stuðningsmaður. 28.8.2007 10:50 Úttekt: Hverjir verða keyptir og seldir áður en markaðurinn lokast á föstudaginn? Leikmannamarkaðnum verður lokað á föstudaginn. Þó að skammt sé til stefnu eru þó nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sem ætla sér enn að gera góð kaup og styrkja hópinn sinn fyrir baráttu vetrarins. Vísir hefur tekið saman hvaða viðskipti munu eiga sér stað fyrir lokun. Og hvaða viðskipti hafa átt sér stað fram að þessu. 28.8.2007 10:16 Solskjær leggur skóna á hilluna Ole Gunnar Solskjær, einn dáðasti leikmaður Manchester United fyrr og síðar, mun í dag tilkynna að hann hafi lagt knattspyrnuskónn á hilluna. Solskjær hefur ákveðið að vonlaust sé að yfirbuga hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann í meira en fjögur ár. 28.8.2007 09:13 Davies vongóður um að Diouf og Anelka verði áfram Kevin Davies, framherji Bolton, er vongóður um að liðið haldi Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf í sínum röðum en leikmennirnir hafa stöðugt verið orðaðir við önnur lið. Anelka hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City og Diouf hefur greint frá því að hann vilji fara til liðs sem spilar í Meistaradeild Evrópu eða hefur metnað til að spila þar að ári. 27.8.2007 20:37 Wenger ánægður með byrjun Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með byrjun sinna manna á tímabilinu en liðið er komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að lið sitt hafi lært af mistökunum frá því í fyrra en þá var Arsenal aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að liðið hafi aldrei jafnað sig eftir slæma byrjun í fyrra og hann segir það vera mjög mikilvægt að byrja þetta tímabil vel. 27.8.2007 19:18 Wigan ætlar að vinna deildarbikarinn Chris Hutchings, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið hans ætli sér að vinna Carling Cup, en Wigan mætir Hull á morgun í 2. umferð keppnarinnar. Hutchings segir að liðið ætli að mæta af fullum krafti í leikinn og mikilvægt sé að vanmeta ekki Hull. 27.8.2007 17:59 Sanchez æfur út í yfirmann dómaramála á Englandi Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, skaut fast að Keith Hackett, yfirmanni dómaramála í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sanchez segir að Hackett sé of upptekinn af því að gera Rafa Benítez ánægðan og það sé á kostnað „minni liða." 27.8.2007 17:27 Redknapp staðfestir að Derby vilji kaupa Nugent Harry Radknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Derby hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn David Nugent frá Portsmouth. Redknapp segir þó að hann hafi engan áhuga á að selja leikmanninn sem hann keypti fyrir nokkrum vikum. 27.8.2007 15:41 Bridge ætlar sér að komast í byrjunarlið Chelsea Enski bakvörðurinn Wayne Bridge er staðráðinn í að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliði Chelsea þegar hann nær upp sínu gamla formi. Bridge fór í aðgerð í sumar en bati hans hefur verið óvenjuhraður. Bakvörðurinn vinnur nú hart að því að jafna sig og setur stefnuna á að berjast við Ashley Cole um sæti í byrjunarliðinu. 27.8.2007 14:41 Southgate brjálaður eftir ögrandi framkomu stuðningsmanna Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er afar illur út í stuðningsmenn Newcastle vegna framkomu þeirra í leik liðanna um helgina. Í leiknum sungu stuðningsmennirnir níðvísur um Mido, hinn egypska sóknarmann Middlebrough og kölluðu hann hryðjuverkmann. 27.8.2007 11:27 Mörk helgarinnar í enska boltanum Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin og öll tilþrifin úr leikjum helgarinnar hér á Vísi. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að fara á Veftíví. 27.8.2007 09:32 Schmeichel mun spila fyrir Danmörku Kasper Schmeichel, markvörður Manchester City, ætlar að spila fyrir danska landsliðið en ekki það enska. Schmeichel hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína nú í upphafi tímabils en hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig. 26.8.2007 22:11 Sir Alex: Boltinn fór í bringuna á Brown Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með stigin þrjú gegn Tottenham en var þó ekki heillaður af spilamennsku sinna manna. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma ekki víti á Wes Brown hafa verið rétta. 26.8.2007 17:53 Jol: Við áttum að fá víti Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn eftir leikinn gegn Manchester United. „Við spiluðum vel í þessum leik og auðvitað eru það mikil vonbrigði að við fengum ekkert út úr honum," sagði Jol. 26.8.2007 17:41 Yakubu neitað um atvinnuleyfi Snurða er hlaupin á þráðinn í kaupum Everton á nígeríska sóknarmanninum Yakubu. Honum hefur verið neitað um atvinnuleyfi þar sem hann hefur leikið undir 75% af landsleikjum Nígeríu síðustu tvö ár. 26.8.2007 17:16 Nani tryggði United sigur Portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði eina markið í leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Markið var stórglæsilegt, frábært skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Þetta var fyrsti sigur United á tímabilinu. 26.8.2007 17:01 Ekkert mark komið á Old Trafford Staðan er markalaus í leik Manchester United og Tottenham en leikurinn er hálfnaður. Robbie Keane átti skot sem fór í slá strax á fyrstu mínútu leiksins en vörn United virkar ekki traust. Lítið hefur verið um almennileg marktækifæri. 26.8.2007 15:47 Southgate: Við sýndum karakter Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er ánægður með karakterinn sem lið hans sýndi í grannaslagnum gegn Newcastle í dag. Tvisvar í leiknum komst Newcastle yfir en í bæði skiptin náðu heimamenn að jafna. 26.8.2007 15:24 Jafntefli hjá Boro og Newcastle Nú er leikur Middlesbrough og Newcastle búinn en hann endaði með jafntefli 2-2. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Mark Viduka kom Newcastle yfir gegn sínum fyrrum samherjum í seinni hálfleik en þremur mínútum síðar jafnaði Julio Arca og þar við sat. 26.8.2007 14:30 Ashton stefnir á landsliðið Dean Ashton, sóknarmaður West Ham, er ákveðinn í að ná að spila með enska landsliðinu. Hann ökklabrotnaði á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári síðan og hefur ekki spilað heilan leik síðan þá. 26.8.2007 14:08 Tvö mörk komin á Riverside Það er hálfleikur í leik Middlesbrough og Newcastle á Riverside vellinum en þar er staðan jöfn 1-1. Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir á 22. mínútu en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin fyrir Middlesbrough á 28. mínútu. 26.8.2007 13:12 Spáð í spilin: Man Utd. - Tottenham Það er athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 15:00 á Old Trafford þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Bæði þessi lið hafa ollið vonbrigðum það sem af er tímabili. 26.8.2007 13:02 Deco til Chelsea í janúar? Spænska blaðið DiarioSport þykist hafa heimildir fyrir því að Deco, miðjumaður Barcelona, gangi til liðs við enska stórliðið Chelsea í janúar. Óvíst er hvort Deco muni eiga fast sæti í byrjunarliði Börsunga á tímabilinu. 26.8.2007 12:49 Sjá næstu 50 fréttir
Í beinni: Öll leikmannakaup dagsins - Paul Dickov til Crystal Palace Í dag er síðasti dagurinn sem liðin í ensku knattspyrnunni geta keypt og selt leikmenn og þvi er búist við því að nóg verði um að vera. Á miðnætti lokar félagaskiptaglugganum og opnast hann ekki aftur fyrr en í janúar. Fylgstu með öllum félagaskiptum dagsins hér. Það verður nóg um að vera. Fréttin er uppfærð um leið og eitthvað nýtt gerist. 31.8.2007 11:11
Nánasti aðstoðarmaður Benitez hættur hjá Liverpool Hægri hönd og nánasti samstarfsmaður Rafael Benitez, kanttspyrnustjóra Liverpool, hefur sagt upp störfum. Paco Ayesteran hefur fylgt Benitez allt frá því að hann þjálfaði Tenerife og síðan Valencia og hefur staðið þétt við hans lið þau ár sem Benitez hefur verið við stjórnvölinn á Anfield. Þetta þykir mikið áfall fyrir Benitez sem nú leitar logandi ljósi að eftirmanni Ayesteran. 31.8.2007 16:28
Lampard meiddist á æfingu Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, meiddist á æfingu í dag og talið er að hann rifið lærvöðva. Lampard þurfti að yfirgefa æfinguna þegar stutt var eftir og var sendur á sjúkrahús þar sem skoðað er hversu alvarleg meiðslin eru. 31.8.2007 15:37
Eiður Smári ekki seldur í dag "Eiður Smári verður ekki seldur í dag, það er alveg ljóst." Þetta segir Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, leikmanns Barcelona. Alþjóðlegi félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og hefur Eiður Smári verið orðaður við fjölda liða víða um Evrópu sem öll eru sögð vilja tryggja sér kappann. Meðal þeirra eru Portsmouth, West Ham, Celtic, Newcastle og Galatasaray. 31.8.2007 13:55
Dregið í UEFA bikarnum - Tottenham fer til Kýpur Nú rétt í þessu var dregið í UEFA bikarnum. Fjögur ensk lið voru í pottinum. Tottenham mætir Anorthosis Famagusta frá Kýpur, Balcburn mætir Larissa frá Grikklandi, Bolton mætir FK Rabotnicki frá Makedóníu og Everton mætir Metalist Kharkiv frá Úkraínu. Drátturinn í heild sinni er hér fyrir neðan. 31.8.2007 12:44
Rússi kaupir hlut Dein í Arsenal David Dein, fyrrverandi varaformaður Arsenal, hefur selt 14,5% hlut sinn í félaginu til rússneska auðkýfingsins Alisher Usmanov fyrir 75 milljónir punda eða 9,75 milljarða íslenskra króna. Lítil ánægja ríkir meðal annarra hlutahafa Arsenal með ákvörðun Deins. 31.8.2007 09:57
Blackburn tryggir sér sæti í riðlakeppninni Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópukeppnis félagsliða með 2-0 sigri á MyPa. Blackburn vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 og því samanlagt 3-0. David Bentley og og Jason Roberts skoruðu mörk Blackburn. 30.8.2007 21:22
Gravesen aftur til Everton Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen mun spila með sínu gamla félagi Everton út tímabilið. Gravesen er samningsbundinn skoska liðinu Celtic en hefur verið lánaður til Everton. Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Celtic eftir að hann kom til liðsins frá Real Madrid í fyrra. Gravesen lék í fimm ár með Everton áður en hann fór til Real Madrid. 30.8.2007 19:27
Enskur fótboltkappi handtekinn í heróínhúsleit Enski knattspyrnumaðurinn Zat Knight var í gær handtekinn í húsi móður sinnar eftir að breska lögreglan hafði framkvæmt húsleit á heimili hennar vegna gruns um að þar væri heróín að finna. Eftir að hafa eytt sex klukkutímum í varðhaldi þá var hann kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður Aston Villa. 30.8.2007 09:55
Owen skoraði fyrir Newcastle Önnur umferð deildarbikarsins á Englendi kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Úrvalsdeildarliðin Newcastle, Manchester City og Middlesbrough tryggðu sér öll sæti í 3. umferð keppnarinnar með sigri á neðrideildarliðum. 29.8.2007 20:57
Sunderland kaupir Jones fyrir sex milljónir Sunderland hefur gengið frá kaupum á framherjanum Kenwyne Jones frá Southampton. Sunderland borgar sex milljónir punda fyrir leikmanninn auk þess sem framherjinn Stern John fer til Southampton sem hluti af kaupunum. Jones óskaði eftir því í síðustu viku að hann yrði seldur frá Southampton og var hann strax orðaður við Sunderland og Derby. 29.8.2007 19:02
Hjartað í Clarke stoppaði tvisvar í gær Hjartað í Clive Clarke, leikmanni Leicester, stoppaði tvisvar í gær eftir að hann hann féll niður í hálfleik í leik Leicester og Nottingham Forest í deildarbikarnum í gær. Leikmaðurinn er nú á sjúkrahúsi á meðan læknar reyna að komast að því hvað olli því að hjartað í honum stoppaði. 29.8.2007 15:18
Aston Villa kaupir Zat Knight Aston Villa er búið að kaupa varnarmanninn Zat Knight frá Fulham. Villa borgar 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Zat Knight hefur alltaf haldið með Aston Villa enda er hann frá Birmingham, og hann segist vera himinlifandi með að hafa samið við félagið. 29.8.2007 14:59
Yakubu fær atvinnuleyfi og er farinn til Everton Everton hefur gengið frá kaupunum á nígeríska framherjanum Yakubu frá Middlesbrough eftir að honum var veitt atvinnuleyfi. Upphaflega var honum neitað um atvinnuleyfi vegna þess að hann hafði ekki leikið 75% landsleikja Nígeríu á síðustu tveimur árum, en því var áfrýjað. 29.8.2007 14:50
Leikmaður 4. umferðar: Frank Lampard Fjögur mörk í fjórum leikjum, þar af eitt í landsleik. Meira þarf ekki að segja um formið sem Frank Lampard er í þessa daganna. Chelsea getur haldið áfram að spila grútleiðinlegan varnarbolta í allan vetur svo lengi sem menn eins og Lampard dúkka upp einu sinni í leik með gott skot sem markverðir andstæðinganna ráða ekki við. 29.8.2007 14:00
Video: Dyer tvífótbrotinn eftir harkalega tæklingu Alan Curbishley á ekki orð til að lýsa vonbrigðum sínum með meiðslin sem Kieran Dyer hlaut í gær í leik West Ham og Bristol City í enska deildarbikarnum. Varnamaður Bristol, Joe Jacobson, sparkaði í Dyer aftan frá með þeim afleiðingum að Dyer tvífótbrotnaði. Of snemmt er að segja til um hve lengi hann verður frá en Dyer er aðeins nýkominn til West Ham eftir að hafa verið keyptur frá Newcastle á 6 milljónir punda. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er tækling Jacobson afar harkaleg. 29.8.2007 12:08
Deildarbikarinn: Aston Villa valtaði yfir Wrexham Önnur umferð deildarbikarsins í Englandi fór fram í kvöld. Nokkur athyglisverð úrslit litu dagsins ljós og ber þar hæst að nefna 3-0 tap úrvalsdeildarliðsins Sunderland fyrir Luton Town og Aston Villa vann stórsigur á Wrexham. 28.8.2007 21:26
Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum. 28.8.2007 21:00
Dyer hugsanlega fótbrotinn Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar. 28.8.2007 20:18
Liverpool gerir tilboð í Baptista Liverpool hefur lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Julio Baptista hjá Real Madrid. Samkvæmt spænska dagblaðinu Marca hljóðar tilboðið upp á 13,5 milljónir punda. Baptista var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði ekki að sanna sig almennilega, þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk gegn Liverpool í 6-3 sigri í deildarbikarnum. 28.8.2007 14:53
Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. 28.8.2007 13:41
Fimm Youtube video til heiðurs Ole Gunnar Solskjær Þar sem okkur á Vísi hefur alltaf þótt svolítið vænt um Ole Gunnar Solskjær finnst okkur við hæfi að votta honum virðingu okkar nú þegar hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hér eru fimm Youtube video af böðlinum með barnsandlitið. 28.8.2007 11:10
Everton lagið verður leikið á Anfield í kvöld Það verður ekki hið hefðbundna You´ll Never Walk Alone sem leikið verður þegar leikmenn Liverpool og Toulouse ganga inn á Anfield í kvöld fyrir leik þeirra í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þess í stað verður lagið Johnny Todd leikið, en það er lag sem jafnan er leikið við sama tilefni á Goodison Park, heimavelli erkifjendanna í Everton. Þetta verður gert til að heiðra minningu hins níu ára Rhys Jones sem skotinn var til bana í Croxteth hverfinu í Liverpool í síðustu viku. Hinn ungi Jones var nefnilega harður Everton stuðningsmaður. 28.8.2007 10:50
Úttekt: Hverjir verða keyptir og seldir áður en markaðurinn lokast á föstudaginn? Leikmannamarkaðnum verður lokað á föstudaginn. Þó að skammt sé til stefnu eru þó nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sem ætla sér enn að gera góð kaup og styrkja hópinn sinn fyrir baráttu vetrarins. Vísir hefur tekið saman hvaða viðskipti munu eiga sér stað fyrir lokun. Og hvaða viðskipti hafa átt sér stað fram að þessu. 28.8.2007 10:16
Solskjær leggur skóna á hilluna Ole Gunnar Solskjær, einn dáðasti leikmaður Manchester United fyrr og síðar, mun í dag tilkynna að hann hafi lagt knattspyrnuskónn á hilluna. Solskjær hefur ákveðið að vonlaust sé að yfirbuga hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann í meira en fjögur ár. 28.8.2007 09:13
Davies vongóður um að Diouf og Anelka verði áfram Kevin Davies, framherji Bolton, er vongóður um að liðið haldi Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf í sínum röðum en leikmennirnir hafa stöðugt verið orðaðir við önnur lið. Anelka hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City og Diouf hefur greint frá því að hann vilji fara til liðs sem spilar í Meistaradeild Evrópu eða hefur metnað til að spila þar að ári. 27.8.2007 20:37
Wenger ánægður með byrjun Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með byrjun sinna manna á tímabilinu en liðið er komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að lið sitt hafi lært af mistökunum frá því í fyrra en þá var Arsenal aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að liðið hafi aldrei jafnað sig eftir slæma byrjun í fyrra og hann segir það vera mjög mikilvægt að byrja þetta tímabil vel. 27.8.2007 19:18
Wigan ætlar að vinna deildarbikarinn Chris Hutchings, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið hans ætli sér að vinna Carling Cup, en Wigan mætir Hull á morgun í 2. umferð keppnarinnar. Hutchings segir að liðið ætli að mæta af fullum krafti í leikinn og mikilvægt sé að vanmeta ekki Hull. 27.8.2007 17:59
Sanchez æfur út í yfirmann dómaramála á Englandi Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, skaut fast að Keith Hackett, yfirmanni dómaramála í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sanchez segir að Hackett sé of upptekinn af því að gera Rafa Benítez ánægðan og það sé á kostnað „minni liða." 27.8.2007 17:27
Redknapp staðfestir að Derby vilji kaupa Nugent Harry Radknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Derby hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn David Nugent frá Portsmouth. Redknapp segir þó að hann hafi engan áhuga á að selja leikmanninn sem hann keypti fyrir nokkrum vikum. 27.8.2007 15:41
Bridge ætlar sér að komast í byrjunarlið Chelsea Enski bakvörðurinn Wayne Bridge er staðráðinn í að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliði Chelsea þegar hann nær upp sínu gamla formi. Bridge fór í aðgerð í sumar en bati hans hefur verið óvenjuhraður. Bakvörðurinn vinnur nú hart að því að jafna sig og setur stefnuna á að berjast við Ashley Cole um sæti í byrjunarliðinu. 27.8.2007 14:41
Southgate brjálaður eftir ögrandi framkomu stuðningsmanna Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er afar illur út í stuðningsmenn Newcastle vegna framkomu þeirra í leik liðanna um helgina. Í leiknum sungu stuðningsmennirnir níðvísur um Mido, hinn egypska sóknarmann Middlebrough og kölluðu hann hryðjuverkmann. 27.8.2007 11:27
Mörk helgarinnar í enska boltanum Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin og öll tilþrifin úr leikjum helgarinnar hér á Vísi. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að fara á Veftíví. 27.8.2007 09:32
Schmeichel mun spila fyrir Danmörku Kasper Schmeichel, markvörður Manchester City, ætlar að spila fyrir danska landsliðið en ekki það enska. Schmeichel hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína nú í upphafi tímabils en hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig. 26.8.2007 22:11
Sir Alex: Boltinn fór í bringuna á Brown Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með stigin þrjú gegn Tottenham en var þó ekki heillaður af spilamennsku sinna manna. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma ekki víti á Wes Brown hafa verið rétta. 26.8.2007 17:53
Jol: Við áttum að fá víti Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn eftir leikinn gegn Manchester United. „Við spiluðum vel í þessum leik og auðvitað eru það mikil vonbrigði að við fengum ekkert út úr honum," sagði Jol. 26.8.2007 17:41
Yakubu neitað um atvinnuleyfi Snurða er hlaupin á þráðinn í kaupum Everton á nígeríska sóknarmanninum Yakubu. Honum hefur verið neitað um atvinnuleyfi þar sem hann hefur leikið undir 75% af landsleikjum Nígeríu síðustu tvö ár. 26.8.2007 17:16
Nani tryggði United sigur Portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði eina markið í leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Markið var stórglæsilegt, frábært skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Þetta var fyrsti sigur United á tímabilinu. 26.8.2007 17:01
Ekkert mark komið á Old Trafford Staðan er markalaus í leik Manchester United og Tottenham en leikurinn er hálfnaður. Robbie Keane átti skot sem fór í slá strax á fyrstu mínútu leiksins en vörn United virkar ekki traust. Lítið hefur verið um almennileg marktækifæri. 26.8.2007 15:47
Southgate: Við sýndum karakter Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er ánægður með karakterinn sem lið hans sýndi í grannaslagnum gegn Newcastle í dag. Tvisvar í leiknum komst Newcastle yfir en í bæði skiptin náðu heimamenn að jafna. 26.8.2007 15:24
Jafntefli hjá Boro og Newcastle Nú er leikur Middlesbrough og Newcastle búinn en hann endaði með jafntefli 2-2. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Mark Viduka kom Newcastle yfir gegn sínum fyrrum samherjum í seinni hálfleik en þremur mínútum síðar jafnaði Julio Arca og þar við sat. 26.8.2007 14:30
Ashton stefnir á landsliðið Dean Ashton, sóknarmaður West Ham, er ákveðinn í að ná að spila með enska landsliðinu. Hann ökklabrotnaði á landsliðsæfingu fyrir rúmu ári síðan og hefur ekki spilað heilan leik síðan þá. 26.8.2007 14:08
Tvö mörk komin á Riverside Það er hálfleikur í leik Middlesbrough og Newcastle á Riverside vellinum en þar er staðan jöfn 1-1. Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir á 22. mínútu en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin fyrir Middlesbrough á 28. mínútu. 26.8.2007 13:12
Spáð í spilin: Man Utd. - Tottenham Það er athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 15:00 á Old Trafford þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Bæði þessi lið hafa ollið vonbrigðum það sem af er tímabili. 26.8.2007 13:02
Deco til Chelsea í janúar? Spænska blaðið DiarioSport þykist hafa heimildir fyrir því að Deco, miðjumaður Barcelona, gangi til liðs við enska stórliðið Chelsea í janúar. Óvíst er hvort Deco muni eiga fast sæti í byrjunarliði Börsunga á tímabilinu. 26.8.2007 12:49