Fleiri fréttir

Ronaldo neitar ekki orðrómum

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær.

Solskjær samur við sig

Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu.

Joey Barton fékk þurrar móttökur á fyrstu æfingu

Miðjumaðurinn Joey Barton fékk fremur þurrar móttökur þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu á dögunum ef marka má grein í breska blaðinu Sun í dag. Barton gagnrýndi þá Frank Lampard og Steven Gerrard harðlega fyrir frammistöðu sína á HM í sumar og fékk því ekki sérstaklega hlýjar móttökur frá þeim félögum.

Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton

Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu.

Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld

Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa.

Ben Foster í byrjunarliði Englendinga

Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United mun spila sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið annað kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í vináttuleik. Steve McClaren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gefur Foster, sem spilar sem lánsmaður hjá Watford, tækifæri til að sanna sig milli stanganna.

Middlesbrough kaupir Woodgate

Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár.

Ronaldo á að fara til Barcelona

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni.

Heiðar í liði vikunnar á Sky

Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu.

Rooney verður í enska hópnum

Wayne Rooney verður í enska landsliðshópnum sem mætir Spánverjum í vináttuleik á miðvikudagskvöldið, en framherjinn Andrew Johnson hefur dregið sig úr hópnum vegna ökklameiðsla. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn.

O´Shea ætlar að rukka inn bónusinn fyrir að halda hreinu

Írski varnarmaðurinn John O´Shea fékk það erfiða hlutverk að þurfa að standa í marki Manchester United síðustu tíu mínúturnar í sigri liðsins á Tottenham á útivelli. O´Shea viðurkenndi að hann hefði verið ansi taugaveiklaður þegar hann spilaði í fyrsta sinn sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni.

United valtaði yfir Tottenham

Manchester United jók í dag forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný eftir sannfærandi 4-0 sigur á lánlausu liði Tottenham á White Hart Lane í dag. Tottenham hélt í við toppliðið allt til loka fyrri hálfleiks þegar Cristiano Ronaldo kom United yfir úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur - en eftir það var leikurinn eign þeirra rauðu.

Everton-menn ósáttir við ummæli Benitez

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er í litlu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton í dag eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að Everton væri smálið. Framkvæmdastjóri Everton segir Benitez vera einn um sínar skoðanir.

United hefur yfir gegn Tottenham

Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham á White Hart Lane þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var hinn magnaði Cristiano Ronaldo sem skoraði mark United úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Jafnt hjá Arsenal og Middlesbrough

Middlesbrough og Arsenal skildu jöfn 1-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Yakubu kom Boro yfir úr vítaspyrnu og var Philippe Senderos hjá Arsenal vikið af velli í kjölfarið. Arsenal náði hinsvegar að jafna eftir skyndisókn á 77. mínútu og þar var að verki Thierry Henry.

Heiðar skoraði fyrir Fulham

Chelsea náði í dag að minnka forskotið á Manchester United niður í þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Heiðar Helguson var á skotskónum hjá Fulham í sigri á Newcastle og West Ham tapaði enn einum leiknum.

Everton og Liverpool skildu jöfn

Grannliðin í Liverpool gerðu markalaust jafntefli í einvígi sínu á Anfield í dag. Everton varðist vel gegn Liverpool og þó þeir rauðu hafi verið með yfrburði í leiknum, náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Mark var dæmt af Craig Bellamy og Tim Howard sá vel við Peter Crouch, en besta færi leiksins átti Andrew Johnson hjá Everton, en hann lét Reina í marki Liverpool verja frá sér.

Joey Barton valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var í dag valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn. Steve McClaren valdi í dag hóp sinn sem mætir Spánverjum í næstu viku og þar eru nokkrir menn að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma.

Þrír úr aðalliði United spiluðu með varaliðinu í gær

Manchester United er nú fljótlega að endurheimta þrjá af lykilmönnum sínum úr meiðslum en í gær spiluðu þeir Alan Smith, Mikael Silvestre og Wes Brown allir 90 mínútur í markalausu jafntefli varaliðs félagsins við Liverpool. Kínverjinn Dong Fangzhou spilaði líka í gær og átti skot í stöng í leiknum, en Alex Ferguson var á meðal áhorfenda.

Ledley King meiðist enn

Miðvörðurinn og meiðslakálfurinn Ledley King hjá Tottenham verður væntanlega ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti. Síðast í morgun bárust fregnir af því að fyrirliðinn væri að ná heilsu, en þær reyndust heldur betur rangar og nú verður Lundúnaliðið að vera án King amk næstu tvo mánuðina.

Bandaríkjamennirnir að eignast Liverpool

Liverpool hefur náð samningum við amerísku viðskiptajöfrana George Gillett og Tom Hicks, sem væntanlega munu ganga frá yfirtöku í félaginu eftir helgina. Þeir áttu fund með stjórn Liverpool snemma í þessari viku og voru meginástæða þess að félagið hætti við að eiga viðskipti við DUI. Bandaríkjamennirnir eru sagðir ætla að greiða um 470 milljónir punda fyrir félagið og þar af fari 215 milljónir punda í nýjan leikvang.

Óvíst að Owen spili á leiktíðinni

Michael Owen segir að vel geti farið svo að hann spili ekkert á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné á HM síðasta sumar. Owen segist fara sér afar hægt í endurhæfingunni og ætlar ekki að taka neina áhættu.

Mourinho fær stuðningsyfirlýsingu

Forráðamönnum Chelsea virðist vera nóg boðið af endalausu slúðri bresku pressunnar um framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho hjá félaginu, því í kvöld birti liðið stuðningsyfirlýsingu við stjórann og fullyrt er að hann fari hvergi á næstunni.

Meiðsli Cole ekki alvarleg

Meiðsli enska landsliðsmannsins Ashley Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og mun leikmaðurinn ekki þurfa í uppskurð samkvæmt fyrstu niðurstöðum lækna. Cole skaddaði krossband í öðru hnénu í leiknum gegn Blackburn í gærkvöld, en forráðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að hann nái heilsu fyrir lok leiktíðar í vor.

Pearce tekur við U-21 árs liði Englendinga

Stuart Pearce hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs liðs Englendinga samhliða því að stýra liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikur Pearce verður vináttuleikur liðsins við Spánverja í næstu viku og svo er Evrópumótið á dagskránni í sumar.

Mourinho hefur miklar áhyggjur af Cole

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af hnémeiðslunum sem Ashley Cole varð fyrir í leiknu gegn Blackburn í gær, en Cole lagðist skyndilega í grasið í miklum sársauka án þess að nokkur kæmi við hann. Hann gengur undir ítarlega læknisskoðun í dag.

Stjórnarformaður Leicester City segir af sér

Andrew Taylor, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðisins Leicester City, hefur sagt af sér eftir því sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Þar eru ástæður þess ekki tilgreindar en sagt að afsögnin hafi ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Serbans Milans Mandaric á félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir