Fleiri fréttir

Arsenal í úrslit deildarbikarsins

Tottenham þurfti enn og aftur að sætta sig við tap gegn erkifjendum sínum í Arsenal þegar liðin mættust öðru sinni í undanúrslitaviðureignum sínum í deildarbikarnum á Englandi. Arsenal þurfti þó framlengingu að þessu sinni en vann 3-1 og samanlagt 5-3. Liðið mætir Chelsea í úrslitum.

Auðvelt hjá toppliðunum

Manchester United og Chelsea unnu bæði sannfærandi sigra í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar fjórir leikir voru á dagskrá. Chelsea lagði Blackburn 3-0, Man Utd burstaði Watford 4-0, Newcastle lagði Aston Villa 3-1 og þá skildu Bolton og Charlton jöfn 1-1 þar sem Hermann Hreiðarsson stóð í vörn Charlton.

Pires ákvað að fara eftir úrslitaleikinn

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hefur nú gefið út af hverju hann ákvað að yfirgefa Arsenal á síðustu leiktíð og ganga í raðir spænska liðsins Villarreal. Hann segir Arsene Wenger hafa komið af fjöllum þegar hann tilkynnti honum ákvörðun sína.

West Ham kaupir Matthew Upson

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á miðverðinum Matthew Upson frá Birmingham fyrir 6 milljónir punda, en sagt er að kaupverðið gæti hækkaði í 7,5 milljónir punda háð leikjafjölda hans hjá nýja félaginu. Upson hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Íslendingaliðið og er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir þess síðan Alan Curbishley var ráðinn knattspyrnustjóri.

Michael Ball kominn aftur til Englands

Fyrrum landsliðsmaðurinn Michael Ball gekk í dag í raðir Manchester City frá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Ball er 27 ára gamall bakvörður og hefur áður spila með Everton og Glasgow Rangers, en hann spilaði á sínum tíma einn landsleik undir stjórn Sven-Göran Eriksson.

Auðjöfrar frá Dubai hættir við Liverpool

Viðskiptajöfrarnir hjá Dubai International Capital hafa dregið sig út úr viðræðum við stjórn Liverpool um fyrirhugaða yfirtöku á félaginu. Fréttir herma að samningaviðræður hafi verið komnar langt á leið en í dag ákváðu forráðamenn DIC að draga sig út úr viðræðum og báru því við að þeir væru ekki tilbúnir til að ofgreiða fyrir félagið.

Bale fer hvergi

Hinn 17 ára gamli og eftirsótti Gareth Bale verður hjá Southampton út leiktíðina. Bale hafnaði tækifæri til að ganga í raðir Tottenham eftir að Southampton samþykkti 10 milljón punda tilboð í leikmanninn á dögunum og ljóst er að hann fer ekki frá félaginu fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Bale á 18 mánuði eftir af samningi sínum.

Arsenal ætlar að sækja í kvöld

Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segir að sókn verði besta vörnin í kvöld þegar liðið tekur á móti Tottenham í síðari leik liðanna í enska deildarbikarnum. Fyrri leiknum á White Hart Lane lauk með jafntefli 2-2 og verður síðari leikurinn sýndur beint á Sýn í kvöld.

Mascherano fær leyfi til að ganga til liðs við Liverpool

Allt útlit er fyrir að að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano gangi til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, gaf honum sérstakt leyfi til þess að fara frá West Ham.

Ívar skoraði í sigri Reading

Ívar Ingimarsson var á skotskónum hjá Reading í kvöld þegar liðið lagði Wigan 3-2 í ensku úrvalsdeildinni. Wigan komst í 1-0 í leiknum en Ívar jafnaði með góðum skalla eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá tapaði West Ham enn einum leiknum.

Maccarone farinn til Siena

Ítalski framherjinn Massimo Maccarone hefur gengið í raðir Siena í heimalandi sínu, en hann fer þangað á frjálsri sölu frá liði Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Maccarone hefur undirritað samning til ársins 2010 en Boro greiddi á sínum tíma 8,15 milljónir punda fyrir hann árið 2002, sem var félagsmet á þeim tíma.

Aghahowa semur við Wigan

Nígeríski framherjinn Julius Aghahowa hefur fengið atvinnuleyfi á Englandi og er því genginn í raðir úrvalsdeildarfélagsins Wigan. Aghahowa er 24 ára gamall og hefur verið í herbúðum Shakhtar Donetsk í næstum sjö ár. Hann hefur skorað 14 mörk í 32 landsleikjum fyrir nígeríska landsliðið.

West Ham vísar fréttum um kauptilboð í Bent á bug

Talsmaður West Ham hefur gefið það út að fréttir af 18 milljón punda kauptilboði félagsins í framherjann Darren Bent hjá Charlton séu uppspuni. "West Ham hefur ekki gert tilboð í Darren Bent, enda hafa þau skilaboð verið send út úr herbúðum Charlton að hann sé ekki til sölu," sagði í fréttatilkynningu frá félaginu.

Svartsýnir á að halda Montella

Forráðamenn Fulham viðurkenna að ólíklegt verði að teljast að félagið haldi ítalska framherjanum Vincenzo Montella lengur en út tímabilið eftir að hann sló í gegn í fyrstu leikjum sínum með Fulham og hefur skorað fjögur mörk í þremur leikjum.

Charlton neitaði risatilboði West Ham í Darren Bent

Charlton hefur neitað 18 milljón punda kauptilboði West Ham í enska landsliðsframherjann Darren Bent og hefur knattspyrnustjórinn Alan Pardew nú sagt að hann sé ekki til sölu. Pardew hafði áður sagt að félagið myndi íhuga að selja hann ef gott tilboð kæmi í janúar og vitað er af áhuga fjölda liða á framherjanum knáa, eins og West Ham, Aston Villa og Tottenham.

Liverpool að landa ungum Spánverja

Liverpool er nú við það að ganga frá lánssamningi við 18 gamlan spænskan miðjumann, Francis Duran, frá liði Malaga sem leikur í annari deildinni á Spáni. Duran spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Malaga á dögunum og ef hann gengur frá samningi við enska liðið, verður það með möguleika á að ganga frá formlegum kaupsamningi á næsta ári.

Ledley King verður ekki með gegn Arsenal

Ledley King, fyrirliði Tottenham, verður ekki með liði sínu í síðari leiknum við Arsenal í deildarbikarnum í vikunni vegna ristarmeiðsla. Forráðamenn félagsins óttast að hann gæti verið ristarbrotinn en hann hefur ekki spilað síðan um jólin.

Davids farinn til Ajax

Miðjumaðurinn Edgar Davids er genginn í raðir Ajax í heimalandi sínu frá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann skrifað undir 18 mánaða samning við fyrrum félaga sína. Davids varð þrisvar hollenskur meistari með gullaldarliði Ajax á tíunda áratugnum þar sem liðið náði einnig frábærum árangri í Evrópukeppnunum.

Ívar skoraði fyrir Reading

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan er jöfn 1-1 í leik Reading og Wigan og þar var það Ívar Ingimarsson sem skoraði mark Reading. Sheffield United hefur yfir 2-0 gegn Fulham og markalaust er hjá Portsmouth - Middlesbrough og í leik West Ham og Liverpool.

Ashton lengur frá en áætlað var

West Ham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að það tekur sóknarmanninn Dean Ashton lengri tíma en áætlað var að jafna sig eftir fótbrot frá því í sumar. Sinar og vöðvafestingar í kringum ökklann sem brotnaði hafa ekki gróið rétt og þarf Ashton á sprautumeðferð að halda.

Ferguson bannar Ronaldo að tjá sig um Real Madrid

Cristiano Ronaldo vill með engu móti tjá sig um áhuga Real Madrid á sjálfum sér, en spænska stórliðið hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á leikmanninum og er sagt reiðubúið að borga allt að 40 milljónir punda fyrir hann. Ástæðan fyrir þagnarbindindi Ronaldo er skipun frá Sir Alex Ferguson.

Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann

Sky Sports fréttastofan í Englandi sagði frá því í dag að Charlton hefði hafnað rúmlega 300 milljóna tilboði West Ham í íslenska varnarmanninn Hermann Hreiðarsson. Eggert Magnússon og Alan Curbishley þekkja vel til Hermanns og hæfileika hans - Curbishley frá stjóratíð sinni hjá Charlton og Eggert frá starfi sínu hjá KSÍ.

Mourinho hló að meiðslum Shevchenko

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hló sig máttlausan þegar úkraínski framherjinn Andrei Shevchenko var tæklaður harkalega niður af varnarmanni Nottingham Forest í leik liðanna í ensku bikarkeppninni í gær. Myndir náðust af Mourinho hlæjandi þegar Shevchenko lá sárkvalinn í grasinu.

Eiður Smári orðaður við West Ham

Breska slúðurblaðið Daily Star sagði frá því í gær að Alan Curbishley hefði hug á því að fá Eið Smára Guðjohnsen til West Ham áður en lokast fyrir félagsskiptagluggann í þessari viku. Er Curbishley sagður ætla að nýta sér hinn íslensku sambönd félagsins til þess að lokka Eið Smára frá Barcelona.

Chelsea heppið með dráttinn í bikarnum

Englandsmeistarar Chelsea voru einstaklega heppnir þegar dregið var í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar nú í hádeginu því þar mætir liðið annaðhvort 1. deildarliðinu Norwich eða 2. deildarliðinu Blackpool. Manchester United var ekki eins heppið því það verður Reading sem kemur í heimsókn á Old Trafford.

Pearce tekur líklega við U-21 árs liði Englands

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur samþykkt að taka við stjórn enska U-21 árs landsliðsins í fótbolta. Hins vegar er ekki orðið endanlega ljóst hvort hann taki við liðinu þar sem forráðamenn Man. City og enska knattspyrnusambandsins þurfa að ná samkomulagi.

Arsenal og Bolton skildu jöfn í hörkuleik

Arsenal og Bolton þurfa að eigast við öðru sinni til að skera úr um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Emirates-vellinumí dag en mætast að nýju á Reebook-vellinum þann 14. febrúar næstkomandi.

Kolo Toure búinn að jafna fyrir Arsenal

Eftir þunga pressu Arsenal í langan tíma hefur varnarmaðurinn Kole Toure loksins náð að jafna metin fyrir lið sitt gegn Bolton í ensku bikarkeppninni. Toure skoraði markið með góðum skalla af stuttu færi. Áður hafði Kevin Nolan komið gestunum í Bolton yfir en ennþá eru rúmar 10 mínútur til leiksloka.

Moyes opinn fyrir því að lána Bjarna Þór

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, íhugar nú að lána unglingalandsliðsmanninn Bjarna Þór Viðarsson til að láta hann öðlast meiri reynslu. Moyes fór fögrum orðum um Bjarna eftir frammistöðu hans fyrir Everton í æfingaleik gegn Bournemouth í gær. Bjarni skoraði mark Everton í 1-1 jafntefli.

Davids fer frítt til Ajax

Fjölmiðlar í Hollandi greindu frá því fyrir stundu að Ajax hefði náð samkomulagi við miðjumanninn Edgar Davids um 18-mánaða samning sem skrifað verður undir um leið og leikmaðurinn hefur staðist læknisskoðun. Davids fer á frjálsri sölu frá Tottenham.

Chelsea komið áfram í bikarnum

Chelsea er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á 1. deildar liði Nottingham Forest á Stamford Bridge í dag. Segja má að Chelsea hafi gengið frá leiknum í fyrri hálfleik en þá skoraði liðið öll mörkin.

Chelsea í stuði gegn Nottingham Forest

Englandsmeistarar Chelsea hafa farið hamförum í fyrri hálfleik í viðureign sinni gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-0, Chelsea í vil, þar sem Andrei Shevchenko, Didier Drogba og John Obi Mikel hafa skorað mörkin.

Hefnd er efst í huga Wenger

Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Svona gera aðeins snillingar

Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp, knattspyrnustjórar Manchester United og Portsmouth, hrósuðu Wayne Rooney í hástert eftir viðureign liðanna í ensku bikarkeppninni í dag. Rooney skoraði bæði mörk Man. Utd. í 2-1 sigri liðsins eftir að hafa komið inn á sem varamaður þegar hálftími var til leiksloka.

Rooney tryggði Man. Utd. sigur gegn Portsmouth

Wayne Rooney sá um að tryggja Man. Utd. sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að skora bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Portsmouth. Það tók Man. Utd. langan tíma að brjóta ísinn á Old Trafford í kvöld því mörk Rooney komu ekki fyrr en á 77. og 83. mínútu, en sjálfur kom hann inn á sem varamaður á þeirri 60.

West Ham úr leik í enska bikarnum

Íslendingaliðið West Ham er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Watford á heimavelli sínum í dag. Lítið var um óvænt úrslit í bikarnum í dag en Bristol City, sem leikur í 2. deild, náði að knýja fram annan leik gegn Middlesbrough með því að gera 2-2 jafntefli við liðið á heimavelli í dag.

West Ham undir í hálfleik

Íslendingaliðið West Ham er undir, 1-0, þegar flautað hefur til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Watford í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Upton Park, heimavelli West Ham. Nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í 11 leikjum bikarkeppninnar virðast flest úrvalsdeildarliðin vera á leið í 16-liða úrslit.

Ívar fær að hvíla sig

Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem heimsækir topplið ensku 1. deildarinnar, Birmingham, í ensku bikarkeppninn í dag. Reading stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum en Ívar er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í leikjum dagsins. Leikur Tottenham og Southend er sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 15.

Öruggt hjá Blackburn

Blackburn varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með auðveldum sigri á Luton á útivelli í dag, 4-0. Það var hinn ungi en bráðefnilegi framherji Matt Derbyshire sem stal senunni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Eggert vill burt frá Upton Park

Framtíð West Ham liggur frá Upton Park, núverandi heimavelli liðsins, að því er Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, segir í samtali viðLondon Evening Standard í morgun. Eggert vonast til að félagið fái afnot af væntanlegum Ólympíuleikvangi borgarinnar en ef að þær áætlanir gangi ekki eftir muni félagið einfaldlega leita eitthvert annað.

Blackburn með örugga forystu

Blackburn hefur 2-0 forystu í leik sínum gegn Luton í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar flautað hefur til hálfleiks. Það voru Matt Derbyshire og Benni McCarthy sem skoruðu mörk Blackburn en úrvalsdeildarliðið hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Drogba gagnrýnir Shevchenko

Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að Andrei Shevchenko þurfa að hugsa minna um sjálfan sig og meira um lið sitt, ætli hann sér að skapa sér nafn í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur og verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

Liverpool í viðræðum við Gillett

Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að ameríski viðskiptajöfurinn George Gillett hafi gert fyrirspurnir um hugsanleg kaup á félaginu, sem þegar á í viðræðum við Dubai International Capital. Gillett er eigandi Montreal Canadians liðsins í NHL deildinni. Talið er að Liverpool fáist ekki fyrir minna en 450 milljónir punda.

Davids á heimleið

Fjölmiðlar í Hollandi slá því föstu í dag að miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Tottenham sé á leið til Ajax í heimalandi sínu þar sem hann hóf frábæran feril sinn á sínum tíma. Davids hefur lítið komið við sögu hjá enska liðinu í vetur enda virðist vera farið að síga á seinni hlutann á ferlinum hjá hinum 33 ára gamla leikmanni sem spilaði 106 leiki með Ajax áður en hann gekk í raðir AC Milan fyrir tíu árum.

Sjá næstu 50 fréttir