Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-0 Kristján Óli Sigurðsson á Grindavíkurvelli skrifar 5. júlí 2012 12:44 Grindvíkingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla með 2-0 sigri á Valsmönnum. Sigurinn var um leið sá 100. í efstu deild hjá Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík byrjaði leikinn mun betur og uppskar mark strax á 11. mínútu þegar Pape Mamadou Faye skoraði af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf Matthíasar Arnar Friðrikssonar. Eftir markið sóttu Valsmenn meira án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Þeir fengu þó tvö ágæt færi áður en fyrri hálfleikur var úti. Fyrst Matthías Guðmundsson sem var aleinn á móti Óskari markverði Grindvíkinga inní markteig en náði ekki nógu góðu skoti. Þá átti Rúnar Már Sigurjónsson fína aukapspyrnu á lokamínútu hálfleiksins sem Óskar varði vel. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu út um allan völl. Liðunum gekk illa að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en tæpar 10 mínútur lifðu af leiknum sem Grindvíkingar tvöfölduðu forystu sína þegar Matthías Örn tók frákastið af stangarskoti Ólafs Arnar Bjarnasonar og tryggði Grindavík sinn fyrsta sigur í kvöld. Grindvíkingar börðust eins og ljón um allan völl með Alexander Magnússon fremstan í flokki. Valsmenn fengu lítinn tíma á boltann hafa nú tapað 3 leikjum í röð í deild og bikar. Guðjón Þórðarson með köku í hendi„Við sköpuðum fín færi í upphafi leiks, áttum skalla í slá og skoruðum gott mark. Eins gáfum fá færi á okkur varnarlega." Aðspurður um hvort ekki sé þungi fargi af sér létt að vera búinn að ná 100. sigrinum í efstu deild sem þjálfari sagði Guðjón. „Fyrst og fremst var þetta léttir að ná fyrsta sigrinum með Grindavík en það er fínt að komast yfir þenna múr. Það koma stundum þröskuldar sem erfitt er að komast yfir. Ég er farinn yfir þenna og þá eiga sporin vonandi eftir að léttast," sagði skælbrosandi Guðjón Þórðarson með köku í hendinni sem hann fékk að gjöf í tilefni 100 sigra áfangans. Kristján Guðmundsson : Grindvíkingar miklu grimmari„Við gátum ekki spilað boltanum út frá okkar eigin vítateig og þeir voru miklu grimmari. Mér fannst við varla byrja fyrr en í seinni hálfleik að spila okkar leik og klúðruðum tveimur til þremur dauðafærum. Markmiðasetning okkar fyrir júlí er farin við þurfum að setjast niður á mánudaginn og fara vel yfir stöðuna." Það fáa jákvæða sem Kristján gat sagt um frammistöðu sinna manna var að honum fannst nokkrir menn sýna inná vellinum að þá langaði virkilega að vinna leikinn en því miður ekki alla. Pape: Ummæli Reynis kveiktu í mér.Pape Mamadou Faye skoraði fyrra mark Grindvíkinga í kvöld eftir fínan undirbúning frá Matthíasi Erni Friðrikssyni. „Ég sá að Matti var að koma með boltann fyrir og ég var mættur á réttum tíma á nærstögina.“ Það er ekki búið að vera gaman hér í Grindavík síðustu vikurnar og ummælin frá Reyni Leóss í Pepsí-mörkunum í síðustu umferð kveiktu í mér fyrir þennan leik“, sagði markaskorarinn Pape brosandi út að eyrum í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla með 2-0 sigri á Valsmönnum. Sigurinn var um leið sá 100. í efstu deild hjá Guðjóni Þórðarsyni. Grindavík byrjaði leikinn mun betur og uppskar mark strax á 11. mínútu þegar Pape Mamadou Faye skoraði af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf Matthíasar Arnar Friðrikssonar. Eftir markið sóttu Valsmenn meira án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Þeir fengu þó tvö ágæt færi áður en fyrri hálfleikur var úti. Fyrst Matthías Guðmundsson sem var aleinn á móti Óskari markverði Grindvíkinga inní markteig en náði ekki nógu góðu skoti. Þá átti Rúnar Már Sigurjónsson fína aukapspyrnu á lokamínútu hálfleiksins sem Óskar varði vel. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu út um allan völl. Liðunum gekk illa að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en tæpar 10 mínútur lifðu af leiknum sem Grindvíkingar tvöfölduðu forystu sína þegar Matthías Örn tók frákastið af stangarskoti Ólafs Arnar Bjarnasonar og tryggði Grindavík sinn fyrsta sigur í kvöld. Grindvíkingar börðust eins og ljón um allan völl með Alexander Magnússon fremstan í flokki. Valsmenn fengu lítinn tíma á boltann hafa nú tapað 3 leikjum í röð í deild og bikar. Guðjón Þórðarson með köku í hendi„Við sköpuðum fín færi í upphafi leiks, áttum skalla í slá og skoruðum gott mark. Eins gáfum fá færi á okkur varnarlega." Aðspurður um hvort ekki sé þungi fargi af sér létt að vera búinn að ná 100. sigrinum í efstu deild sem þjálfari sagði Guðjón. „Fyrst og fremst var þetta léttir að ná fyrsta sigrinum með Grindavík en það er fínt að komast yfir þenna múr. Það koma stundum þröskuldar sem erfitt er að komast yfir. Ég er farinn yfir þenna og þá eiga sporin vonandi eftir að léttast," sagði skælbrosandi Guðjón Þórðarson með köku í hendinni sem hann fékk að gjöf í tilefni 100 sigra áfangans. Kristján Guðmundsson : Grindvíkingar miklu grimmari„Við gátum ekki spilað boltanum út frá okkar eigin vítateig og þeir voru miklu grimmari. Mér fannst við varla byrja fyrr en í seinni hálfleik að spila okkar leik og klúðruðum tveimur til þremur dauðafærum. Markmiðasetning okkar fyrir júlí er farin við þurfum að setjast niður á mánudaginn og fara vel yfir stöðuna." Það fáa jákvæða sem Kristján gat sagt um frammistöðu sinna manna var að honum fannst nokkrir menn sýna inná vellinum að þá langaði virkilega að vinna leikinn en því miður ekki alla. Pape: Ummæli Reynis kveiktu í mér.Pape Mamadou Faye skoraði fyrra mark Grindvíkinga í kvöld eftir fínan undirbúning frá Matthíasi Erni Friðrikssyni. „Ég sá að Matti var að koma með boltann fyrir og ég var mættur á réttum tíma á nærstögina.“ Það er ekki búið að vera gaman hér í Grindavík síðustu vikurnar og ummælin frá Reyni Leóss í Pepsí-mörkunum í síðustu umferð kveiktu í mér fyrir þennan leik“, sagði markaskorarinn Pape brosandi út að eyrum í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira